Friday, January 26, 2007

Hún er iðin við kolann

Ja, góðan daginn

Var í morgun uppi í Þjóðleikhúsi því þar er nýbyrjað að æfa verk sem gerist í Líbanon og leikarana og leikstjóra langaði að fræðast um hitt og annað. Fordómalaust.

Það er sem sé önnur grein eftir hinn margvísa sérfræðing, Steinunni Jóhannesd í morgun og eins og sést í ábendingadálki hafa orðið harkaleg viðbrögð við báðum.

Eins og ég sagði í þeim dálki er ekki púðri á þessa greinarkonu eyðandi. Þess vegna sendi ég áðan klausu til Mbl sem er um átta eða tíu línur. Að öðru leyti ætla ég ekki að svara henni. Vonast til að greinin komi á morgun.

Svo fer að líða að því að alls konar tilkynningar verði settar inn og ég bið ykkur sömuleiðis að vera ötul við að senda síðuna til vina og kunningja.

4 comments:

Anonymous said...

Sæl
Þessi athugasemd á við umræðuna á færslunni fyrir neðan en af einhverjum ástæðum gat ég ekki sett það inn þar svo ég set það hér, afsaka það.

Sæl Jóhanna og þið hin.
Ég verð að segja að ég hlakka mjög mikið til að kaupa mér slæðu og bera hana í haust. Og tel ég mig ekki kúgaða, ég hef löngum gert mér grein fyrir því að þessi klæðaburður í þessum löndum, að hylja sig nánast að fullu sma hvors kyns maður er hlýtur að tengjast því sem koma fram hérna fyrr að verja sig sandifoki og ekki síður að klæða af sér hitann - því það er hægt líka. Ég get vel ímyndað mér að það sé þægilegra að vera í þessum kuflum og miklu „kjólum“ en að klæðast í léttum fatnaði að hætti Vesturlandabúa í þessum löndum, kælingin verður meiri. Þessvegna hlakka ég til að sjá hvort þessi kenning mín sé rétt. Hvað kurteisisvenjur varðar finnst mér sjálfsagt að klæða mig þannig að ég ögri ekki mínu nánasta umhverfi ef það auðveldar mér að skoða sama umhverfi. Mér dettur í hug í þessu samhengi þegar ég var í Róm fyrir nokkrum árum og þar var fólk, beggja kyns, rekið út úr kirkjum ef það var í stuttbuxum og konur ekki með höfuðfat. Við vorum bara með síðar buxur eða pils í bakpokanum, og derhúfu og „klæddum okkur upp“ áður en við fórum inn. Er einhver munur á því að taka tillit til krafna í Róm eða í Arabaheiminum?

Anonymous said...

Mér datt í hug að leyfa eftirfarandi rödd að hljóma í umræðunni, sem mér finnst helst til einsleit: "Women who (did) not want to wear the veil did not immediately follow the orders of the leaders of the Islamic revolution. It was a few years before we accepted it - and then we did so essentially out of fear. The female mannequins were the first group of unveiled women in Iran who were forced to wear the Islamic veil. And these mannequins slowly made us realize that the social and political history of our country was being turned on its head." Tilvitnun úr 'Death of a Mannequin' eftir Mehrangiz Kar (úr ritsafninu 'My Sister, Guard Your Veil; My Brother, Guard Your Eyes. Uncensored Iranian Voices.')

Anonymous said...

Mönnum hættir -kannski eðlilega- til að rugla saman slæðu um hárið og blæju. Íranskar konur bera slæðu um hárið og skulu gera það. Þær skulu hins vegar ekki nota andlitsblæju. Svo finnst mér æskilegt að fólk undirriti athugasemdir.
JK

Anonymous said...

Afsakaðu Jóhanna, ég gleymdi að undirrita tilvitnunina hér að ofan. Bíð spennt eftir að lesa athugasemdir þínar við grein Steinunnar í Morgunblaðinu. Vona að ég finni þær í öllu blaðsíðufarganinu.
Rúrí