Tuesday, January 9, 2007

Stórmerkilegt fundarefni - takið frá 2 tíma þann 4.febr

Fyrsti VIMA fundur ársins verður í Kornhlöðunni sunnudaginn 4.febr kl.14.

Þar mun Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, halda erindi sem nefnist Siðfræði dauðarefsinga.
Okkur þótti við hæfi að nýliðinni umdeildri aftöku Saddams Husseins, fyrv. forseta Íraks að ræða þetta mál en út frá öðru sjónarhorni en því sem hefur tröllriðið fjölmiðlum.

Til fróðleiks munum við láta liggja fram blað með helstu upplýsingum um Saddam og ævi hans.

Terturnar góðkunnu og kaffi verða seldar á viðráðanlegu verði og ferðaáætlanir liggja frammi og fólk hvatt til að skrá sig.
Það er einnig aðkallandi að menn greiði félagsgjöld annað hvort fyrir fund eða á fundinum. Þið sjáið númerið undir linknum Hentug reikningsnúmer.

Takið frá tímann og fjölmennið í Kornhlöðuna að hlusta á Salvöru.

No comments: