Friday, March 23, 2007

Glaðlegt að myndir fossuðu sinn- vonast til að skrifa pistil á mánudag

Það er gaman að segja frá því að hinar aðskiljanlegustu Jemenstúlkumyndir fossuðu inn um bréfalúgu í dag og eru furðu fáar sem fá alls ekki neitt að heyra frá sínu fólki.
Reikna með að þeir sem eru í ferðinni séu flestir með sínar myndir í pússi sínu og láti mig hafa þær þegar út er komið.
Ég get EKKI tekið við fleiri myndum. Ég hef pakkað niður og hef ansi margt að stússa á morgun svo þeir sem ekki hafa látið mig fá myndir verða bara að senda þær sjálfir. En úr þessu rættist vissulega betur en leit út í gærkvöldi enda nóg að gera í dag að ganga frá þessu öllu.

Reikna með að allir verði komnir á flugvöll kl. 5,20 á sunnudagsmorgun. Ekki síðar.
Gjörsovel og athuga að hafa allt með ykkur.
Mun svo reikna með að skrifa fyrsta pistil frá Jemen á mánudag. Ætla að reyna að fá Veru aðstoðartæknistjóra til að hjálpa mér að setja myndir inn á síðuna þar.

Edda Ragnarsd lítur til með Drafnó, ef einhvern vantar skyndilega vegabréf, gjörsovel og hafa samband við hana.
Enn góðar og stöðugt betri Ómanfréttir. VIÐ FÖRUM! Það er sýnt. Nú skulu Sýrlandsfarar einnig gefa sig fram. Mun hafa samband strax eftir ég kem heim.
Verið dugleg að fara inn á síðu.
Verð ekki heima frá og með síðdegis á morgun. Athuga að myndir sem eru settar inn þá komast ekki í þessa ferð og raunar alls ekki fleiri því þetta er allt komið niður í mjög skipulagðri pakkningu plús alls konar fínir litir og skautdót til teikninga sem margir komu með.
Takk fyrir það allt. Verður gaman að koma til Jemens. Það er alltaf ævintýri.

No comments: