Wednesday, April 25, 2007

Atkvæði og aftökur

Ætla bara að minna Kákasusfólk mitt á að kjósa áður en það fer því engir eru ræðismenn í þessum löndum enda væri tími orðinn of knappur til þess. Sjálfsagt að nota atkvæðisréttinn sinn í þessu athyglisverða lýðræðisþjóðfélagi okkar.

Stundum kíki ég inn á bloggsíður einhverra stórbloggara og það vekur athygli mína að ótal margir finna hjá sér hvöt til að senda inn athugasemdir. Mér finnst mætti vera meira af því á þessari síðu. Ath það. Ég sé að mjög margir lesa síðuna en einhverra hluta vegna vilja þeir engu bæta við. Hvernig ætli standi á því?

Svo las ég í Mogganum í morgun að Jón Ásgeir hefði keypt sér íbúð í New York á milljón dollara eða eitthvað svoleiðis. Mikið var nú gott að vita það. En vekur samt með manni hugsanir um hvort Mbl sé að færast í gulupressuáttina.
Sömuleiðis að söngvari einn reit hugvekju um aftökur í Sádi Arabíu og vissi allt um það en veit samt ekki að þjóðin sem þar býr heitir Sádar en EKKI Sádi Arabar. Kannski tekur hann næst fyrir aftökur í Bandaríkjunum. Það væri nógu fróðlegt.

4 comments:

Anonymous said...

Blessuð væna. Ertu búin að fara inn á síðuna hjá Pálma: palmig.blog.is ég get orðið brjáluð við þennan lestur, get svo svarið það.

Kveðja
Þóra Jónasdóttir

Anonymous said...

Það var vakin athygli mín á því að íbúð Jóns Ásgeirs hefði kostað 10 milljón dollara en ekki bara eina. Auk þess borgaði hann milljón kr. í hússjóð á mánuði og svo væri fullt af bókum í íbúðinni! Þetta sýnir að ég er ekki nógu góð í milljónunum. Afsakið átján sinnum
Kv/JK

Anonymous said...

Greinilega allir samþykkir þér elskuleg og enginn gerir neinar athugunarsemdir þegar allt sem þú segir er satt :)
Ég les alltaf þegar þú tilkynnir nýjar færslur og hef gaman af.
Bestu kveðjur og góða ferð á næstunni..

Anonymous said...

Við sumar greinar er engu við að bæta nema ,,sammála síðast ræðumanni" og það verður svo einhæft til lengdar að skrifa þannig comment.
Kíki hér inn reglulega og takk fyrr að minna mig á að kjósa, ég hefði gleymt því!
Kv.
Ásdís