Wednesday, June 20, 2007

Ja, tíðindin gerast- hvað haldiði nú að Maher hafi gert?

Ég var að fá imeil frá okkar elskulega sýrlenska leiðsögumanni, sem hefur verið með alla hópana okkar og við sameinuðumst um að bjóða hingað til lands fyrir tveimur árum.
Og hann segir tíðindi því hann gifti sig fyrir þremur vikum. Vissulega kominn á giftingaraldur, verður 42 ára í haust. Veit því miður ekki meira um brúðina en hef beðið Maher að gjöra svo vel og gefa okkur frekari upplýsingar.
Veit að mamman hans Mahers hlýtur að vera yfir sig glöð. Hún hefur mæðst mikið út af piparsveinsku hans. Maher hefur sjálfur sagt, oft spurður, að hann hafi engan tíma til að gifta sig. En einhverja smugu fann hann. Elsku strákurinn. Það er óskandi að hann og frúin lifi lukkuleg upp frá brúðkaupsdegi.
Fannst endilega að þið ættuð að vita þetta.
Hann harmar mjög að hópur kemur ekki í haust en vonast eftir okkur síðar.
Ég held við gætum efnt í eina Sýrlandsferð þó ekki væri nema til að hitta Maher og frú. Þau mundu ugglaust bjóða okkur heim.

Mér finnst forkunnargaman að sjá hvað menn harma að ég ætla að breyta um hótel í Sanaa! Eins og talað út úr mínu hjarta, unaðslega skemmtilegt hótel á hallærislegan hátt. Kannski endar með því að við verðum þar. Hver veit.
Ætla að setja inn á síðuna fljótlega drög að áætlun fyrir Jemen/Jórdaníu næsta ár. Minni á forgang foreldra en aðrir eru velkomnir meðan pláss er.

4 comments:

Anonymous said...

Samgleðst innilega Maher, frúnni og móðurinni og tek heilshugar undir færslu frú Sigurlaugar Margrétar (þótt hún sé "samkeppnisaðaili" í helgardagskrá RÚV); myndir Veru Sóleyjar frá Jemen eru,eru ...breathtaking!
aggí

Anonymous said...

já, takk fyrir þetta Frú Ragnheiður Gyða, bendi fólki á þáttinn MINN á sunnudögum klukkan 15:00 á rás eitt.
kv. Frú Sigurlaug Margrét

Anonymous said...

Já þær eru svo sannarlega frábærar myndirnar hennar Veru frá Jemen.
Hill Town - enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur - það var vissulega ákveðinn sjarmi yfir hótelinu og endalaus sóknarfæri eins og gjarnan er sagt, að gera það að eftirsóttu hóteli - en það er alveg reynandi að prófa eitthvað annað - ef til vill hreyfir það við Hill Town að bæta þjónustuna og þá má alltaf snúa þangað aftur.
Hvet svo flesta VIMA félaga að líta við í Listasafninu í Hveragerði. Opið alla daga kl. 12 -18 og aðgangur ókeypis.
Bkv. Inga

Anonymous said...

Fagna því ákaft að menn noti ábendingadálkinn til að auglýsa dittenogdattinn. ÁFRM
En það má líka kommentera á giftingu Mahers og fleira og fleira.
Mun hafa framhaldssögu um það upp úr helginni en hef nú upplýsingar um hvenær þau kynntust og hvaðan eiginkonan nýja er ættuð. HAAAAAAAAAAAAAAAAAA