Wednesday, August 8, 2007

Jemenbörnin okkar

Mynd: Vera Illugadóttir
Nú er langt komið að skrá börnin inn í YERO og fer að verða tímabært að biðja þá sem vilja styrkja krakkana að gefa sig fram. Vonast til að þeir sem hafa styrkt börnin haldi því áfram, en þið þurfið samt að láta mig vita um hvort einhver breyting er þar á. Sumir hafa þegar gert það og þó nokkrir hafa einnig innt af hendi greiðsluna fyrir skólaárið 2007-2008. Upphæðin er hin sama , jafnvirði 200 dollara og reikningsnúmer einnig 1151 15 551212 og kt.1402403979.
Þá hafa nú þegar bæst við fimm styrktarmenn og mig langar að við bætum við fleirum svo við styrkjum samtals 100 börn skólaárið sem nú fer í hönd.
Þess vegna væri afar jákvætt ef þið vilduð senda síðuna áfram og/eða segja góðum ættingjum og vinum frá málinu.

Í morgun þegar ég kannaði heimabankann minn sá ég að einn félagsmaður hafði lagt inn hundrað þúsund krónur í sjóðinn og hef þegar þakkað fyrir þessa einstaklega rausnarlegu gjöf. Einnig barst nýlega gjöf frá einum fyrverandi kennara mínum í Kvennó í denn tíð. Gladdi mig því ég man ekki betur en ég hafi verið einstaklega lítið prúður og heldur óskemmtilegur nemandi gagnvart þessum kennara. En það hefur sýnilega ekki verið erft við mig.

Svo vonast ég til að fá staðfestingar frá styrktarfólki fljótlegast og heyra frá nýjum og síðan koma nöfn og upplýsingar sennilega eftir svona tíu daga.

Bæti við rétt í lokin að hlekkurinn Bréf Nouriu hefur verið settur inn en ég hef ekki komist til að snúa því á íslensku en dríf í því fyrr en síðar. Þar skrifar hún um sumariðju sem YERO hefur staðið fyrir með krökkunum, tölvunámskeið, skyndihjálparnámskeið, teiknun o.fl og ´síðast en ekki síst að það er lögð rækt við að efla og styrkja sjálfstrú og traust krakkanna.

Og ps. Tveir hafa dottið út úr Íranferðinni um páska og get því bætt við. Gjörið svo vel og athugið það.

4 comments:

Anonymous said...

Everyone lоves it when іnԁivіduals get togetheг and share
ideas. Great website, stick with it!

Check out my web sitе; v2 cigs review
my website > v2 cigs review

Anonymous said...

Hello juѕt wantеԁ to gіvе you a brief headѕ up аnd let you κnow а few of thе іmages aren't loading correctly. I'm not sure why but I think its a
lіnking issue. I've tried it in two different browsers and both show the same results.

Also visit my homepage :: Hackersnetworkingsocial.com
Also see my webpage > mouse click the following webpage

Anonymous said...

Dο yοu mіnd if I quote a fеw of yоur articlеs as long as I ρrovide crеdit аnd
sources baсk tο yоur ωeblog? Mу blоg ѕіte iѕ іn
the very sаme arеа оf intеrеst as youгs anԁ my visіtors would genuinеly
bеnеfit frοm some of the infoгmatіon уou ρгeѕent herе.
Plеase lеt mе know if thіѕ okay
with yоu. Thanκs a lоt!

my blоg pоst Www.Bdkjupedia.de
my website :: neet-and-cat.sub.jp

Anonymous said...

The signals connect with concentrated nerve regions, which in turn spread the
signal to the whole abdominal area.

Here is my web page; die-Kostenlose.de