Monday, September 10, 2007

Aevintyradagar i Libyu

Godan og hlyjan daginn
Er komin aftur til Sebha. Hun er staersta eydimerkurborgin i Libyu, um 400 thusund manns og thad var her sem Gaddafi vinurinn gekk i skola a sinum tima. Hann var ad visu rekinn fyrir odaelsku en upphaf byltingar hans fyrir 38 arum er rakid hingad og enda blasa vid myndir af honum hvert sem litid er- og ekki vontun a theim annars stadar.
Sidustu dagar hafa verid eitt aevintyri. Ad visu er of heitt svo eg er akvedin i ad fara ekki med hopinn fyrr en sidla okt 2008. En ad odru leyti er thetta alveg ruglad.
Vid Massoud fylgadarkall og Khalid bilstjori hofum farid um sandoldur Sahara og allt i einu dukka upp thessi undursamlega fogru stoduvotn og vafin grodri. Gerdum okkur nattstad uti a sandinum og var rett ljuft tho adstaeda vaeri ekki serlega nalaegt fimm stjornum. En madur let sig gladlega hafa thad og tho eg vaeri med vasaljos tokst ekki betur til en svo ad eg bara fotakremid i andlitid a mer fyrir nottina. Um nottina gekk eg til sandklosettis og teygdi mig tha i nokkrar stjornur sem voru i thann veginn ad detta ofan a hausinn a mer.
Thad thydir hins vegar ekki ad vera med hop vid thessar adstaedur og thad raedi eg vid hr. Hussein a morgun.
Annan dag heldum vid til Wadi Makandousj sem er tolf kilometra langur og thakinn dyra og mannaristum fra tvi fyrir nokkrum milljonum ara. Thetta var alveg storkostlegt. Eydimorkin er hreinasta dyrd og svo skritid sem thad hljomar kemur allt vatn hedan ur eydimorkinni. I grennd vid Sebha fundust lindir um thad leyti og Gaddafi kom til stjornar og thaer sja ollu landinu fyrir vatni. Dalurinn that sem thaer fundust hafdi verid nefndur Daudadalur en thegar vatnid kom til skjalanna var farid ad raekta og plaegja og planta svo nu er allt graent thar a gridarstoru flaemi og heitir nu Lifsinsdalur.
Vid gistum adra nott i Afrikubudum og thar var nokkud gott en ansi heitt svo mer fannst satt ad segja mun thaegilegra ad sofa uti a sandinum. Hef skodad fleiri budir og komin ad nidurstodu um hvad mundi henta okkur.
I gaer thegar vid vorum a leid fra Wadi Makandusj gafst billinn hans Khalids upp, uti i morkinni og voru nu god rad dyr. En tha bar thar ad Taher nokkurn fra Ubari og hann tok okkur uppi og keyrdi okkur heim til sin og vildi allra helst ad vid gistum.
Thegar vid hofdum ekki tok a ad thiggja thad urdum vid tho ad thiggja heimbod hans.
Thad var hid besta mal og ad Tuarega haetti var borid fram vatn og sidan mjolkurgerill og dodlur og loks kaffi.
Hann syndi okkur brudarmyndir en hann gekk i thad heilaga fyrir tveimur arum og svo var eg leyst ut med gjof, sandolum ur ulfaldaskinni. Vid kvoddumst med hinum mestu kaerleikum.
Svo lagdi hann bil undir okkur og vid brunudum til Sebha og gistum her i nott. Fer svo til Tripoli i kvold. Med flugi og thad er alltaf akvedin spenningur thegar madur aetlar ad fljuga innanlands i Libyu: verdur nu flogid eda verdur allt i einu aflyst. Vid sjaum til med thad.
Hiti hefur farid i 44 stig thessa daga en eg drekk vatn, borda salt og hef thad ljomandi.

2 comments:

Anonymous said...

Hæ mor!
Bara að senda smá bréfdúfukveðjur frá okkur í slagveðrinu..
káhá og
emm ess

Anonymous said...

Thakk fyrir Komin til Tripoli og allt i soma. Er nu i skodun og stussi i Tripoli i dag og fer heim a morgun.
Bid kaerlega ad heilsa ollum, er her a skrifstofu ferdaskrifstofu og kann ekki vid ad nota tolvuna ollu meira
KvJK