Thursday, September 6, 2007

Hlylegt ad vera komin til Libyu

Godan daginn oll
Er maett i Tripoli og vel volgt her og eftir ad hlyna meira thegar eg fer nidur i eydimorkina i kvold.
Tha fer eg flugleidis til Sebha, gisti thar og i fyrramalid verdur svo haldid til Akkakus fjalla og mer skilst litbrigdi seu hreint undursamleg. Naestu 3 daga einnig til Saharavatnanna og Wadi Metkandusj thar sem eru einstakar myndir fra forsogulegum tima og ugglaust margt fleira. Efast um ad eg komist a netid en aldrei ad vita hvad leynist i eydimorkinni.
Ferdin hingad var i godu lagi, smatof a libyska flugfelaginu tho, en thonusta god og skritnar flugfreyjur. Vegabrefsmal gengu eins og i sogu tho adeins vefdist fyrir theim ad finna Island en eg skrifadi tha nafnid a minni einstaklega snotru arabisku rithond og allt i soma.
Var i nott a Al Mohktar hoteli sem er eitt margra litilla, nyrra hotela sem er verid ad reisa eda hafa nyverid tekin i not. Thetta eru hotel i einkaeign, venjulega litil herbergi en mjog hrein og vidmot starfsfolks ljuft.
Hitti i morgun ferdaskrifstofustjorann minn og vid rulludum yfir programmid naestu daga.
Nu aetla eg ad skipta smapening og kaupa mer nytt tisjort af Gaddafi tvi thvottakonan i Tbilisi tvodi hann af gula tisjortinu minu.
Svo horfir madur yfir Midjardarhafid hedan ekki slorleg sjon. Og allir gladir og ekki sist eg.
Bid ad heilsa

1 comment:

Anonymous said...

Eyðimerkurdrottningin Jóhanna sæl og blessuð, mættum við fá meira að heyra? Fylgjumst spennt með ferðinni, Kv. Jóna og Jón Helgi