Tuesday, September 4, 2007

Senn á leið til Libyu. Getum við fundið styrktarmenn í dag fyrir 4 stráka??


Mig langar að byrja á því að senda kærar samúðarkveðjur til góðra ferðafélaga og vina, Guðmundar Péturssonar og Sveins Haraldssonar vegna láts Ásdísar Steingrímsdóttur, eiginkonu Guðmundar og tengdamóður Sveins. Ég er sannfærð um að VIMAfélagar taka undir þær kveðjur.

Ég hef eitthvað talið vitlaust því við erum komin með 97 börn studd en ekki 94, fer betur yfir það á eftir, kannski með aðstoð Gullu pé. Altjent er ég hér með fjóra drengi sem hafa ekki styrktarmenn:
B40 Ahmed Abdelmalik Alansee, 7 ára. Hann á 3 systur. Faðir er atvinnulaus

B44 Mohamed Nagi Obad 9 ára. Hann á fjögur systkini. Faðir er atvinnulaus

B 56 Majed Alouwfee er 8 ára og á 3 bræður. Faðir hans hefur oftast vinnu.

B 58 Mohamed Alouwfee er 7 ára og á 3 bræður(hann og B56 eru bræður) Faðir hefur oftast vinnu.

Það væri ljómandi gaman ef styrktarmenn fyrir þessa stráka gæfu sig fram í dag svo ég geti klárað þetta áður en ég skutlast til Libyu snemma í fyrramálið.
Eru ekki einhverjir sem vilja eignast strák?
Þá værum við sem sagt komin með 101 barn og nú látum við staðar numið fyrir þetta skólaár.
Þakka ykkur fyrir. Þetta hefur gengið eins og í lygasögu og það er gott að sjá hvað margir eru búnir að greiða fyrir sín börn.
Ein hjón tóku tvö börn í gær og borguðu svo aukalega í "byggingarsjóðinn" sem svaraði 200 dollurum. Kætir og gleður. Örvar og hressir.

Sé einnig að Egyptalands-, Íran og náttúrlega Ómanfarar eru snöggir að greiða svo til sóma er.

Á eftir að ítreka það, auk þess sem það kemur fram í fréttabréfinu, að haustfundurinn okkar verður í Kornhlöðunni 7.okt. n.k. Þangað skyldu sem flestir streyma og hlusta á Nouriu og spyrja hana.

Bendi mönnum á að hafa samband við Guðlaugu Pétursdóttur gudlaug.petursdottir@or.is
og heimili í Laufrima 30 ef ske kynni að menn þurfi gjafa- eða minningarkort þessa daga sem ég er í burtu.

Svo eiginlega gott í bili. Fer til London og síðan áfram til Tripoli með libyska flugfélaginu. Mun senda eitthvað þó ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvort netkaffi eru mörg í eyðimörkinni. Mun þá ekki senda neinar tilkynningar en bið ykkur að fara skörulega inn á síðuna. Kem eftir liðlega viku.
Sæl að sinni.

2 comments:

Anonymous said...

Edda Ragnarsdóttir hefur tekið að sér snáðann nr. B44 Mhomaed Nagi Obad.
Þá eru eftir þrír altso
Kv/JK

Anonymous said...

Ingvar Teitsson á Akureyri tekur að sér Ahmed AbdelMalik Alansee, 7 ára(B 44). Ingvar styður einnig stúlku í YERO verkefni.
Þar með eru bara tveir eftir
Kærlega takk
JK