Tuesday, November 27, 2007

Sigrún í grænum sjó - Egyptalandsfarar tilkynni sig vinsamlegast


Myndina tók Einar´Þorsteinsson. Þetta mun vera Sigrún Sig. í hugleiðslu í grænum sjó í Musandam í Óman á dögunum.

Einar Þorsteinsson, ferðafélagi okkar, nú síðast í Ómanför skutlaði til mín öllum diskum með sínum frábæru myndum um helgina. Hann á þakkir fyrir það.
Og eins og sjá má voru makindalegar stundir þar. Set myndir Einars inn fljótlega þegar aðstoðartæknistjórinn Vera Illugadóttir hefur klárað stúdentsprófið nú rétt fyrir jólin.

Bið Egyptalandsfara endilega að tilkynna sig á fundinn þann 8.des. Hef sent út greiðslur til ferðaskrifstofunnar í Kairó og ekki ýkja langt í að ég sendi lokagreiðslur vegna miða.
Á fundinum verða afhent ferðagögn og farið yfir bólusetningarmál og önnur hagnýt atriði. Svo fáum við okkur te og rúsínur. Verst ég er ekki búin að baka allar smákökurnar mínar.
Daginn eftir held ég svo til tíu daga m.a. til Jemen til fundar við Nouriu vegna húsamála og fleiri praktiskra atriða sem þarf að leysa hið fljótasta.

Minni einnig á að greiðslur skulu koma inn þann 1.des.Skilvíslega allra þægilegast.
Á ferðareikning. Muna það. Sjá hentug reikningsnúmer ef þið eruð í vafa.

Örfáir- endurtek örfáir - sem höfðu tekið að sér börn hafa ekki greitt og ekki látið vita. Þar sem ég hef þegar sent út fyrir alla krakkana tel ég að eitthvað hljóti að hafa komið upp á og mun því óska eftir því að þeir sem eru á "biðlista" taki þessi börn upp á arma sína. Það er allt í góðu lagi að skipta greiðslum eins og ég hef margsinnis sagt en það verður að láta mig vita hvernig fólk ætlar að borga.

Læt fólk vita um börnin á næstu dögum. Verð einnig að segja ykkur þau skemmtilegu tíðindi að Kristján Guðmundsson, sjómaður, hafði samband nýverið við mig og sagðist vilja styrkja Jemenverkefnið með 50 þúsund kr framlagi. Honum eru færðar alúðarþakkir fyrir velvild og rausn

Hefur valdið mér nokkrum vonbrigðum að fleiri hafa ekki beðið um jólakortin sem ég er hér með og eru gerð af Jemenkrökkunum okkar. Og þarf ekki að fara að hugsa fyrir gjafakortum til jólagjafa?? Segi nú svona. Elsku hafiði samband um það.
Jólakortin kosta ekki nema 150 kr. stykkið. Sendi þau til ykkar um hæl. Sama máli gegnir um gjafakortin.

2 comments:

Anonymous said...

Sigrún alltaf flottust. Jóhanna mín ég er alltaf svo sein en blessuð sendu mér 20 jólakort við tækifæri. Inná hvaða reikning á ég að leggja peninginn. Kveðja að norðan Ingveldur

Anonymous said...

Ingveldur öðlingsstúlka
Ég sendi þér snarlega 20 kort og þú greiðir inn á 1151 15 551212, kt. 1402403979
Bið að heilsa í bæinn
Jóhanna