Thursday, December 6, 2007

Fyrirspurn um börn og jól


Þessi þrjú eru í hópi Jemenkrakkanna okkar og studd af Margréti Pálu Ólafsdóttur.

Góðan daginn. Ekki nokkur friður hér.
Síðan ég sagðist vera á leiðinni út hef sé sem sé fengið margar hringingar frá forsjármönnum Jemenbarnanna okkar um hvort ég telji rétt að senda þeim eitthvað í tilefni jóla þó þar séu auðvitað ekki haldin jól. Þeirra helsta hátíð var í byrjun október.

Ég hef hvatt fólk sem vill senda eitthvað til krakkanna að leggja fremur nokkrar krónur inn á FATIMUSJÓÐINN 1151 15 551212 og síðan bý ég til dollara úr því og tek með mér á sunnudaginn.
Það er mjög erfitt að fara með smágjöf handa sumum krakkanna og aðrir fái ekkert. Því mun ég biðja Nouriu að sjá um þá hlið. Núna eru komnar inn í þessu skyni um 50 þúsund krónur og kærar þakkir fyrir það.
Auk þess læt ég hana hafa árslaun fyrir einn kennara vegna framlags frá utanríkisráðuneyti.
Loks má nefna að þar sem jólakortin eru öll seld greiði ég henni
andvirði þeirra sem eru um 1200 dollarar.

Hvarflar ekki annað að mér en setja ykkur inn í þessi peningamál hvort sem þið viljið eða ekki. Þið leggið þá fram og mér finnst það eðlilegt og rétt.

2 comments:

Anonymous said...

Kæra Jóhanna

Óska þér góðrar ferðar og ánægjulegrar heimkomu.
Sjáumst sem fyrst á næsta ári.

Bestu kveðjur,
Þóra Kristín

Anonymous said...

Sæl og blessuð
Ég lagði þarna inná Fatimusjóðinn fyrir smá jólagjöf - var einmitt að velta fyrir mér þessu jólagjafamáli - og þú eins og venjulega grípur frá manni hugskeytin.
Bestu þakkir og góða ferð til Jemen
Aðalbjörg.