Tuesday, February 19, 2008

Egyptalandsfólk hefur skilað sér- og langömmustelpa er lögð af stað inn í heiminn

Sælt veri fólkið

Við Egyptalandsfarar skiluðum okkur til Keflavíkur með prýði um hálf fjögur leytið í dag. Ferðin með KLM frá Kairó var öldungis ágæt en þó ansi kalt í vélinni. Vona menn hafi sloppið við kvef.
Kvöddum George leiðsögumann úti á velli sl. nótt með húrrahrópum. Óhætt að segja að hópurinn tók ástfóstri við þennan frábæra strák. Verði fleiri Egyptalandsferðir mun ég hikstalaust óska eftir fylgd hans.

Eins og ég hef áður sagt var afskaplega notalegt samlyndi í hópnum og þó helmingurinn væri glænýr féllu hann eins og flís við rass og öllum fannst gaman að vera með öllum.
Það er dálítið gott einkenni VIMA ferða að allir vilja vera samvistum við alla og ég held að menn hafi verið ánægðir með ferðina enda margt og mikið að frétta á þessum slóðum s.l fjögur þúsund ár eða svo.
Vona´ég hafi kvatt flesta en ef ekki þá sendi ég kæra kveðju og þakka fyrir einstaklega góðar stundir. Egyptaland er ekki það auðveldasta en kannski með því magnaðasta.


Ég hef ekki gefið mér tíma til að athuga með greiðslurnar en hlýt að álykta að þær séu í lagi. Kanna það á morgun

Hér með fyrir 2.mars í gamla Stýrimannaskóla við Öldugötu- mun senda til hvers hóps fyrir sig líka.

Kl 2 STUNDVÍSLEGA: ÍRANHÓPUR - vinsamlegast láta vita ef þið komist ekki. Þetta er aðkallandi. Þar verða miðar afhentir, Allir VERÐA að mæta eða senda einhvern fyrir sig. Ath. það

Kl 3 stundvíslega MAJUHÓPUR -einnig láta vita ef menn forfallast á fund en vilja fara í ferðina til Sýrlands/Jórdaníu 7.-20.sept.

kl, 4 stundvíslega Jemen/Jórdaníuhópur í apríl lok. Afsolútt láta vita ef þið komist ekki þar sem nokkrir búa utan Reykjavíkursvæðis

Kl, 5 stundvíslega: Jemen/Jórdaníuhópur í maí síðla Endilega tilkynna forföll því enn vantar í þennan hóp til að verð haldist óbreytt. Annars verð ég að hækka það um amk 20-30 þús kr.
Bið menn lengstra orða að tilkynna sig á ofangreinda fundi. Ég keypti döðlur og kökur í Egyptó sem verða á boðstólum

Varðandi Libíuhóp eða hópa. Óska eindregið eftir staðfestingu því hátt fimmta tug hefur skrifað sig áhugasama og tímabært að kanna hvað kemur út úr því.
Áhugasamir Libíufarar skulu greiða 25 þús kr. inn á ferðareikning 1151 15 551346 og kt 441004-2220. Dagana 1.-5 mars
Ekki láta þetta bregðast.

Verð ansans ári upptekin næstu daga svo ég bið menn að senda mér imeil því erfitt gæti reynst að ná í mig í síma.

Svo í lokin: lítil langömmustelpa Garpsdótttir er að leggja af stað inn í heiminn. Gangi það allt
að óskum

4 comments:

Anonymous said...

Jóhanna kærust

velkomin heim,,vinkona mín mjög sæl með ferðina..veikindi enn að hrá mig...Garpur .hlakka til að sjá pabbasvipinn á þér.
Knús, Herta

Anonymous said...

Jóhanna mín

Takk fyrir yndislega ferð til Egyptalands.

Vonast eftir fréttum hérna fljótlega af stelpunni og að allt hafi gengið að óskum.

Kveðja Hjördís

Anonymous said...

Takk kærlega
Stúlkan var 16 merkur og 53 cm. Með svart krullað hár. Undurfögur eins og geta má nærri.
Kv.
JK

Anonymous said...

Innilega til hamingju með langömmustelpuna og kærar kveðjur til Garps og barnsmóðurinnar.
Inga og Þorgils