Thursday, April 10, 2008

Senn líður að Jemenmiðaafhendingu- munið Líbíu á laugardag


Mynd HB

Hér er mynd af okkar einstaklega ljúfa og svipfallega Íransbílstjóra, Mohammed í ferðinni okkar á dögunum og raunar í öllum ferðunum fjórum til þess lands.
Hann lét senda til mín imeil á dögunum þar sem hann bað fyrir kveðjur og sagðist hlakka til að fá næsta hóp "því íslensku hóparnir eru allra kurteisastir og vinalegastir." Þar höfum við það og ekki slæmur vitnisburður.
Hann er fæddur 22.okt, þ.e. sporðdreki.


Mynd JK

Það líður senn að því að Jemen/Jórdaníufarar í fyrri ferð fái sína miða. Er að hinkra eftir RJ miðunum en að öðru leyti er allt klappað og klárt. Þá sendi ég email á þá sem eru í fyrri ferðina og bið ALLA að sækja sína miða eða senda amk einhvern fyrir sig.

Þakka þeim kærlega sem hafa lagt inn á Fatimureikning og einhverjir gætu svo sem bæst við fram að brottför. Læt svo Nouriu hafa peningana þegar við komum á svæðið þar sem ég treysti henni vel til að verja þeim á réttan hátt. Reikn. 1151 15 551212Gafst mjög vel þegar menn sendu áfram upplýsingar um sjóðinn til vina og kunningja og kom drjúgur slatti í sjóðinn. Haldið því endilega áfram.

Mig langar að minna fólk á Líbíufund á laugardag í gamla Stýró við Öldugötu, kl. 15,30 og bið menn að vera stundvísa. Nokkrir áhugasamir en óákveðnir eru margvelkomnir og geta kíkt á áætlun og gætt sér á írönskum sætindum. Þar hef ég raðað niður í ferðirnar tvær og get bætt 2 við í báðar ferðir.
EKKI GLEYMA þessu

Egyptalandsfarar hafa allir svarað nema Hallfríður. Ef hún sér þetta bið ég hana að láta vita snarlega því ég þarf að láta Litlubrekku vita um þátttöku. Örnólfur og Anita koma brunandi að norðan til að vera með okkur, óljóst með Sigurð, gæti verið að hann þyrfti að vinna.

Nokkrar tölvumúsamottur eru óseldar. Getið pantað þær hjá mér því Gulla er ekki í vinnu í dag. Hef orð Guðrúnar Sesselju( sem fékk sér tvær) fyrir því að þær séu mestu gæðagripir. Allur ágóði rennur í Fatimusjóðinn.

1 comment:

Anonymous said...

Þeir gerast ekki öllu glæstari - nema þá helst maðurinn minn.
KvHL