Saturday, May 10, 2008

Jemen-Jordaniuhafid fljota i Dauda hafinu

Godan daginn
Margt drifid a daga okkar sidan eg komst til ad skrifa sidasta pistil.
I augnablikinu fljota Islendingarnir flestir eins og korktappar i Dauda hafinu og eda bada sig i sundlaugum her a Marriott nu eda bara letihlunkast i gordum hotelsins.
Komum hingad i sidla gaerdags eftir ad hafa ekid fagra leid fra Petru og skodad m.a a leidina hina idilfogru styttu af konu Lots sem vard ad saltstolpa thegar hun leit um oxl a flottanum fra Sodoma.
I gaer vorum vid fram eftir degi i Petra og tharf varla ad lysa hversu hrifnir menn eru af thessari serstoku og nanast olysanlegu borg sem atti sitt blomaskeid a timum Nabatea og hefur nu verid kjorid eitt af sjo nutimaundrum veraldar. Vid thad hefur ferdamannastraumur til hennar lika aukist storkostlega, i stad 50 thusund ferdamanna 2004(thegar fyrsti hopur okkar var her i heimsokn) upp i 2 milljonir nu.

Menn voru mjog duglegir ad ganga en nokkrir fengu ser reidskjota til abaka og thaer Borgarfjardarstulkur foru lett med ad leggja asnana a skeid.

Sidustu dagar i Jemen hinir hugnanlegustu eins og geta ma naerri, farid a tjodminjasafn og svo var godur frjals timi sidustu tvo dagana og allir skodudu sig um tvers og kruss.
Nouria kom og hitti okkur Gullu til skrafs og radagerda sidasta daginn og var thad hinn gagnlegasti fundur og hun bad fyrir kaerar kvedjur.
Svo skommu eftir ad vid meginhopurinn altso for fra Jordaniu heldu fjogur i 4ra daga ferd til Aden og Taiz thar sem thau hafa komid nokkrum sinnum fyrr til Jordaniu, thau Margret og Brynjolfur, Gudrun S og Eva Jul. Var kvadst med blidu og vonandi gengur allt vel hja theim enda fengu thau Mohamed gaed med ser.
Upp ur hadeginu liggur leid til Amman og thar gistum vid naestu naetur a Jerusalem hoteli.
Allir bidja kaerlega ad heilsa sinu folki og lata afar vel af ser.

Eg hef ekki getad tjekkad bankareikning en vona bara ad allir hafi borgad skilvislega thad sem atti ad borga.
Bless i bili

1 comment:

Gerdur said...

Elsku amma Ragna
Þetta hljómar rosalega vel með buslið í Dauða hafinu. Þið eigið eftir að koma hress og endurnærð heim úr þessari ferð.
Ég er stór, ég er hætt að nota bleiju og snuð, ég er ekki lítil. Þetta fær maður að heyra mjög reglulega. En það er alveg satt, Dóra Fríða er hætt að nota bleiju. Flott hjá henni. Smá misskilningur með afa Gulla, hann er ekkert að busla eins og þið. Þ.e. það hefur heldur lítið farið fyrir sundferðunum ... en hann hlakkar ógurlega til að fá þjálfarann sinn(og harðstjórann) heim. Ég segi bara góða ferð heim e. nokkra daga ...
kv. úr Marklandinu, Gerður og co.