Saturday, May 17, 2008

Kort til stuðningsmanna send eftir helgi - Íranfarar muni myndakvöld mánudag


Krakkar í Sanaa að leik

Eftir helgina sendi ég til flestra stuðningsmanna Jemenkrakkanna okkar kort sem þau gerðu með aðstoð kennara sinna. Ýmsar ástæður eru þess valdandi að ég fæ svo seinni skammtinn þegar við förum til Jemen þann 29.maí n.k. og skulu menn því ekki örvænta þótt myndir komi ekki.
Annríki var mikið einkum að æfa dagskrána sem krakkarnir sýndu fyrir okkur við komuna og því urðu nokkur sein fyrir. En allir ættu að fá sín kort með skilum.
Rétt að geta þess að árgjald með barni hækkar fyrir næsta skólaár og verður nánar sagt frá því þegar nær dregur að inna greiðslu af hendi, þ.e. sirka í ágúst.

Minni Íranfarana á myndakvöldið á mánudagskvöld. Verður gaman að sjá sem flesta þar. Þetta var svo einstaklega ágætur hópur.

Þá læt ég Jemenfara í seinni ferð líklega vita á mánudag hvenær miðaafhending fer fram svo og ýmislegt smálegt. Þar verða allir að mæta og sækja sína hluti og ef einhver forföll eru, senda einhvern fyrir sig.

Stjórnarkonur í VIMA hittast í dag, sunnudag og verður þá m.a. rætt fyrirkomulag á rukkun félagsgjalda. Það er ekkert vit í því að varla þriðjungur greiði og stangast á við samkomulag sem margsinnis hefur verið sagt frá.

Nokkrir Líbíufarar eiga eftir að borga maígreiðslu. Vinsamlega vinda bug að því.
Ég hef fengið fyrirspurnir um hvað haustferðir muni hækka, get ekki svarað því að svo komnu máli, fer eftir því hvort gengið hreyfist niður á bóginn aftur.

No comments: