Tuesday, May 6, 2008

Tha er ad segja af Fatimu og fleira

I gaer var haldid i heimsokn til Thula thar sem hun Fatima okkar byr. Auk thess er baerinn fraegur fyrir einstakan arkitektur og mikla sogu a timum adur og fyrr.
Fatima fagnadi okkur vel og leiddi okkur til hadegisverdar heima hja ser, prud og gladleg i fasi og ollum fannst hun einkar thekkileg stulka. Strakarnir sem eru med budir lika i thorpinu eru ordnir vanir thessum heimsoknum islenskra til Fatimu og halda ser ad mestu a mottunni en audvitad vilja their ad einhver geri kaup vid tha.

Vid satum a golfinu i hreinum husakynnum og bordudum ljuffengan mat, hropudum ferfalt hurra fyrir Fatimu og foreldrum hennar fyrir hofdinglegt bod og attum goda stund vid spjall og skraf.
Fatima segir ad sidustu tvo ar hafi verid nokkud lifleg en nu hafi dregid ur komum turista vegna fretta af oeirdum. Thaer eru adallega fyrir nordan og ekki naerri neinum theim slodum sem vid forum.

Thula hefur lika nokkra serstodu tvi thar er litid um gattneyslu vegna ataks sem samtok stodu fyrir og synir ad thad ma draga ur thessu ef vilji er fyrir hendi.
Margir gerdu svo kaup i budinni hennar Fatimu en fannst hun selja dyrt og gefa litinn afslatt. Mer fannst thad bara agaett, gott ad konur i Jemen sem eru svo einstaklega gefnar fyrir ad draga sig i hle standi a sinu.

Tha var Fatima kvodd og allir adrir med virktum og vid rulludum ut ad storkostlegu klettahollinni i Wadi Dhar. Flestir klifu upp og their sem nenntu tvi ekki drukku te a medan.
I gaerkvoldi a jordanskan stad sem er sa fyrsti her i landi sem er med allt lifraent og kom eigandinn og sagdi okkur stoltur fra thessu.

I morgun skodudum vid Tjodminjasafnid og sidan upp i gomlu borg a Nylistasafnid og ymsir fengu ser listaverk thar. Sidari hluta dags for vaenn hopur i skodunarferd ad eg best veit um bainn en eg thurfti ad fara a fund en Thorsteinn og Olafia hofdu frumkvaedi ad thessu.
A eftir bordum vid a veitingastad inni i gomlu borg og a morgun er oldungis frjals dagur og vaenti eg ad menn lifi tha makindalifi her vid sundlaugina eda sinni theim adkallandi viskiptum sem eftir eru.
Allir bidja fyrir bestu kvedjur

9 comments:

Anonymous said...

Bestu kveðjur til Grétu og Brynjólfs
Vorum að koma frá Búdapest! Dásamleg ferð, leigðum m.a. hjól og bíl og fórum víða. Þó að það sé rok og rigning hér er alltaf gott að koma heim. Allt gott að frétta af Litla fólkinu. Litli Brynjólfur fannst ofur eðlilegt að amma og afi flyttu til okkar og spurði ekki einu sinni um okkur. Hann heldur áfram að dá og dýrka Línu Langsokk meðan hinir gaurarnir á deildinni eru hrifnastir af Batman. Gréta er í fínu formi. Kossar héðan Sigga

Anonymous said...

Sæl

Ég heiti Ragnheiður Sylvía Kjartansdóttir og er nemi í Háskólanum á Bifröst. Ég er í félagsvísindadeild í Heimspeki,hagfræði og stjórnmálafræði(HHS) og er að taka námskeið hjá konu að nafni Brenda Shaffer sem að er sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda og vantar smá aðstoð vegna ritgerðar sem ég er að skrifa. Ég á í smá vandræðum með að finna mér almenninlega rannsóknarspurningu en finnst mjög áhugavert að skoða konur í hinu heilaga stríði. Nú heyrir maður alltaf meira og meira um að konur séu gerendur í sjálfsmorðsárásum og fjölmiðlar virðast blása það upp þegar að konur taka þátt í slíku. Mér datt í hug að leita til þín sem hugsanlega einu konunnar sem kann sögu þessa svæðis og hvort að þú gætir aðstoðað mig að koma frá mér almennilegri rannsóknarspurningu.

Með kærri kveðju
Ragnheiður Sylvía Kjartansdóttir
ragnheidur.kjartansdottir@bifrost.is

Anonymous said...

Kveðja til Grétu og Brynjólfs úr góða veðrinu í Kalifórníu. Gott að heyra að ferðin gengur vel. Kristinn Kári biður að heilsa og hlakkar til sjá myndir af ömmu í útlöndum (helst með úlfalda). Smáfjölskyldan í Ameríku.

Gerdur said...

Elsku mamma Ragnhildur.
Dóru finnst mjög fyndið að amma sé komin til Amman. Finnst það alveg passa, hló mikið. Hér er vor í lofti (heilar 10° og við erum bara sátt við það), en það mun rigna tölvert næstu daga. Ég veit að þið komið heim með góða veðrið með ykkur :-). Bið kærlega að heilsa.
Gerður og co.

Anonymous said...

Sæl öll :)
Alltaf jafn gaman að fylgjast með ferðum ykkar og alltaf hugsar maður kannski kemst ég með næst.
Ég sé þig nú ekki liggja makindalega við sundlaugina Þóra mín og geri ráð fyrir að þú sért að sinna aðkallandi viðskiptum :)
Saknaðarkveðjur Þóra mín og hlakka til að fá þig heim.
Sigrún Tryggva

Anonymous said...

Hæ amma Ragna
Alexander spyr hvort innfæddir viti ekki að til eru stólar?!(til að borða á) Hann náði að halda bolta á lofti 14 sinnum - Hann er forvitinn að vita hvort þú hafir séð einhverja stráka á hans aldri. Hann hlakkar mikið til að sjá ömmu sína. Sigþór Michael er farinn að segja nafnið sitt og getur bent á hver er hvað og þekkir flesta hluti í bókunum sínum; bolti, bíll, mynd... Natalía var að byrja á ballett námskeiði og er að læra dans úr Svanavatninu.
kær kveðja frá öllum í Brekkutúninu til þín og hópsins

Anonymous said...

Heil og sæl.
Viltu vera svo væn að taka myndir af strákunum hans Lofts, þær sem hann átti eru týndar.
Ég lofaði honum að bjarga þessu.
Bestu kveðjur
Edda

Anonymous said...

Ohhh ég vona að þetta skili sér núna. Elsku hjartans Þóra vinkona, mikið vildi ég að ég væri með ykkur á þessu ferðalagi, ofboðslega finnst mér gaman að lesa hérna um för ykkar, þetta er algjör snilld, gott að vita líka að þú sért svona nokkurnveginn til friðs :) Njóttu þess sem eftir er Hlakka mikið til að hitta þig og sjá myndir þegar þú kemur til baka. Kær kveðja til ykkar allra, Beta vinkona :)

Anonymous said...

Hæ amma Ragna,
þú færð bara ekki frið fyrir okkur á Brekkutúninu! Fórum með ís til afa Guðlaugs í dag og viðruðum hann í rigningunni, Alexander spilaði við hann fótbolta. Afi Guðlaugur var í góðum gír, bauð upp á kaffi og meðlæti, fer reglulega í leikfimina og sund.
Knús frá B12