Tuesday, July 22, 2008

HANAK AL MATARI byrjar í háskólanum í haust!

Sæl öll

Hér eru stór og mikil gleðitíðindi. Fyrsta barnið okkar í Sanaa í Jemen sem stutt er af íslenskum hefur háskólanám í haust.

Það er Hanak Al Matari(G40) -stuðningsmenn hennar er Litla fjölskyldan, Ragnheiður Gyða Jónsdóttir, Oddrún Vala Jónsdóttir og Guðrún Valgerður Þórarinsdóttir.
Mér finnst þetta vera stór tíðindi.
Hanak mun fara í hagfræði og stjórnmálavísindi.Ég vona að menn geri sér grein fyrir því hvað þetta eru miklar og góðar fréttir.

Hanak er úr stórri fjölskyldu og þrjár systur hennar eru einnig studdar af Íslendingum. Foreldrarnir eru bláfátækir, faðirinn er húsvörður í verksmiðju í Hadda og fær húsnæðið frítt - 2ja herb. íbúúð- en engin laun. Móðirin vinnur við ræstingar. Ég kom til þeirra með Nouriu í fyrra og var agndofa yfir því að þarna bjó níu manna fjölskylda, allt var fátæklegt en einstaklega hreint og snyrtilegt.
Foreldrarnir eru afar þakklátir fyrir þann stuðning sem stúlkurnar hljóta og móðirin hefur sótt fullorðinsfræðslunámskeiðin og lætur sig dreyma um að setja á stofn litla saumastofu seinna meir.


ÖLL börnin okkar munu halda áfram og öll komust á milli bekkja. Feyrús sem Ragnhildur Árnadóttir styrkir byrjar nú í menntaskóla, þrátt fyrir að hún stríðir við veikindi og er töluvert eldri en sambekkingar hennar og 3ja barna móðir.

Ég fékk bréf frá Nouriu áðan með þessum góðu fréttum. Við verðum að hækka framlagið í 270 dollara með hverju barni. Bið fólk vinsamlegast að láta vita hvort það verður áfram með sín börn. Menn geta sem hægast skipt greiðslu vegna hækkunar og vegna gengisbreytinganna.
Einnig bendi ég á að nokkrir eru með fleiri en eitt og ef þeir sjá sér ekki fært að halda áfram stuðningi við fleiri en eitt þá er ekki að efa að við getum útvegað nýja stuðningsforeldra þar sem allmargir eru á biðlista núna og vilja taka að sér börn. Endilega láta mig vita.

Þá skal tekið fram að þegar í háskóla er komið er gjaldið þúsund dollarar á ári. Nú vill svo til að ég keypti eina mynd eftir Hanak þegar ég var í Jemen með seinni hópinn í vor. Þessa mynd set ég á markaðinn okkar þann 30.ágúst og hyggst láta kynna hana sérstaklega og biðja fólk að borga fyrir hana 700 dollara. Svo litla fjölskyldan mundi þá leggja fram 300 dollara? Hvað segir hún um það?

Og verið svo góð að svara mér eins fljótt og þið getið og hvernig þið viljið greiða. Munið að reikningurinn er 1151 15 551212 og kt 1402403979.

Ég er svo hreykin af krökkunum okkar og vona að menn átti sig á því að þetta er ekki aðeins stór dagur fyrir þau heldur líka fyrir okkur stuðningsmennina. Hjálp okkar er vissulega að skila merkilegum árangri. Húrra fyrir því.

13 comments:

Gunna said...

Þetta er alveg frábært að heyra! Þetta er jú það sem þetta allt saman snýst um. Mjög hvetjandi fyrir aðra "foreldra"!
Guðrún Ólafs, verkfr.

Anonymous said...

Sælar Jóhanna, ég var að setja komment inn á síðuna, en veit ekki
hvort það hefur komist til skila. Þess vegna sendi ég þetta líka beint
til þín. Ég vil halda áfram að styrkja stúlkuna mína, en þætti gott ef
ég gæti skipt greiðslunni í tvennt. Gætir þú stungið upp á tveimur
greiðsludögum, kannski inni á síðunni þinni, þannig að allir viti
nákvæmlega hvenær er ætlast til að greiðslan komi, sú fyrri og sú
síðari. Þá geta þeir sem það vilja, eins og t.d. ég, haft
dagsetningarnar til viðmiðunar og ættu ekki að gleyma greiðslunum eins
greiðlega. Kveðja Fríða

Anonymous said...

sæl Jóhanna
þetta eru sannkallaðar gleðifréttir og meiri en maður áttar sig á.
ég ætla að leggja inn 200 dollarana fyrir hana Röshju okkar á eftir inn á reikninginn,
við höfum verið að borga þetta í ágúst svo ég set þetta inn í fyrra fallinu.
Athuga hvað gengið á dollaranum er og vona að það sé nokkurn veginn í lagi. Arnnars er þetta flug á gjaldmiðlum allveg afleitt.


Okkur finnst Jemen verkefnið þitt Jóhanna frábært framtak og maður er stoltur að taka þátt í því.

kkv.
Hulda og Örn.

Anonymous said...

Til hamingju allir foreldra og Jóhanna sérstaklega. Er mjög glöð og að sjálfsögðu styrkjum við okkar stúlku en hún er ein systra í verkefninu. Borga í þessum mánuði og þeim næsta.Kv. Jóna og Jón Helgi.

Anonymous said...

til hamingju, stórkostlegt.

EKJ

Anonymous said...

Gott að heyra!

Ég var að leggja inn hjá þér 25.000 vegna “okkar” barns. Það er eitthvað aðeins ríflega 270 dollarar eftir dagprísnum. Þú notar afgangin í eitthvað gott málefni.

Kveðjur,

Ríkharð og Sesselja

Anonymous said...

Gaman að heyra þessar góðu fréttir og til hamingju!

Ég ætla að halda áfram stuðningnum við minn dreng.
Borga í einni greiðslu þegar þar að kemur.

Bestu kveðjur
Helga

Anonymous said...

Eg er búinn að hækka mánaðargreiðsluna í 4000 á mánuðinn
Er himinlifandi ánægð með nemandann minn gaman væri að fá að senda henni
eithvað fallegt með næstu ferð,´lítið blað með myndum frá Íslandi.
Bless
Ragnhildur

Anonymous said...

Það er hægt að breyta svo miklu fyrir svo litlu... Til hamingju öll, það er einstakur árangur - Jóhanna þetta er svo verðugt verkefni sem þú hefur sett af stað, menntaðu stúlku er að mennta heila þjóð já. ég greiði núna á eftir og skrái mig fyrir eitt barn í viðbót eða eina í fullorðinsnámi - bara það sem kemur best út hjá Nouriu.

Anonymous said...

Kæra múdíra.

Lifandis undur sem þessar fréttir gleðja þessa hér litlu fjölskyldu, einkum og sér í lagi fyrir hönd þessarar ákveðnu og bráðduglegu fósturdóttur. Við biðjum þig að koma kveðjum og hamingjuóskum til hennar frá okkur í gegnum Nouriu, stolti okkar og gleði því með því að mennta dreng menntar maður menn en með því að mennta konur menntar maður þjóð.Hanak, lengi lifi, húrra, húrra, húrra og þá ekki síður fjölskylda hennar sem sýnir þennan skilning á málinu.

Við væntum þess að mega greiða götu hennar til háskólaprófs, litla fjölskyldan greiðir 300 dollara með gleði og þó þeir væru fleirrrrrri.

Og, - til hamingju í bak og fyrir, múdíran mæt! Allnokkur er þinn hlutur orðinn.

Aggí

Sigridur Halldorsdottir said...

Heil og sæl kæra Jóhanna og þið öll

Þetta eru stórkostlegar fréttir fyrir alla aðila!

Glæsilegt Jóhanna!

Kær kveðja frá Akureyri
Sigríður Halldórsdóttir
Prófessor H.A.

Anonymous said...

Sælir séu allir
Þakka mikið vel fyrir öll kommentin sem sýna að menn átta sig á því hvað þetta er mikill áfangi sem við getum öll glaðst yfir.

Allmargir hafa staðfest að þeir styðji áfram sín börn og nokkrir borgað, annað hvort alla upphæðina eða ætla að skipta henni sem er í prýðilegu lagi.

Ég leyfi mér að taka orð Guðrúnar Ólafsdóttur og Sigríðar Halldórsdóttur þannig að þær muni styðja sín börn, Hind Bo Belah og Yihya Naser Al Ansee áfram?

Vonast til að fleiri staðfesti/eða segi af eða á næstu dagana.
Allnokkrir bíða eftir að styrkja börn svo endilega látið vita. Ath að það má skipta greiðslu eins og ég sagði.

Birti um helgina lista yfir þau börn sem eru með staðfesta styrktarmenn. Nouria hefur einnig fengið beiðnir frá nokkrum telpum í viðbót. Við sjáum til hvort við getum ekki bætt fáeinum við. Umfram allt þó að styrkja þau börn sem við höfum verið með og halda nú áfram.

Við höfum fengið húsnæði fyrir það sem fólk vill gefa á Perlumarkaðinn 30.ágúst og ég skrifa inn á síðuna á morgun nánar um það og hvenær verður tekið á móti glöðum gefendum.
Margfaldar þakkir enn og aftur.
Jóhanna K

Gunna said...

Að sjálfsögðu styrki ég yndislegu og fallegu stelpuna mína áfram!
Guðrún Ólafs