Thursday, August 28, 2008

Allt á fullu alls staðar


Jemenstráklingur kíkir á gestina. Mynd G.Ól

Það má nú segja að það er allt á fullu alls staðar. Ég hef sent vinnulista til þeirra sem hafa tilkynnt sig og vona þeir athugi það því ég hef leyft mér að reikna með framlagi þeirra. Okkur vantar fleiri samt sýnist mér, ekki síst á morgun, föstudag til að flytja og koma þessu öllu fallega og smekklega fyrir.

Dugnaður fólksins sem hefur komið við sögu er ómetanlegur.
Nokkrar Fatimukökur hafa bæst við. Gjöra svo vel og koma þeim í Síðumúla á morgun eða í Perluna kl 9 á laugardag. Fleiri Fatimukökum er fagnandi tekið.

Sett hefur verið upp síða um markaðinn www.suk.is

Þá eru aðeins örfá börn sem eru ekki með stuðningsmenn. Mörg barnanna hafa fengið nýja þar sem ég hef ekki fengið staðfestingu frá þeim sem studdu þá en meirihlutinn hefur ákveðið að aðstoða sína krakka áfram.

Ég sé að fólk hefur ekki alveg á hreinu hvað það skuldar í Líbíu. Þið skuluð þá bara senda mér imeil og ég fletti því upp snarlega. Ekki málið.

Auglýsingaplaköt hafa verið sett víðs vegar en annars hafa flestir hygg ég, frétt af markaðnum og ég hef vissulega góðar vonir um að hann skili okkur hagnaði sem nýtist í skólabygginguna.

Ath líka að á laugardeginum eru alls konar atriði fyrir börn- meðan foreldrarnir gera innkaup eða bara skoða sig um
Látið heyra frá ykkur ef þið getið aðstoðað á einhvern hátt. Aftur á móti tökum við varla við fleiru, morgundagurinn er setinn af því að flytja og undirbúa.

No comments: