Thursday, November 27, 2008

Þá eru báðar komnar - örfá orð um annað mál líka


Fyrsti Líbíuhópurinn
Fremri röð f.v. Ahmed(öryggisvörður), Ólafur, JK, Isam gæd
Efsri röð f.v. Inga Jóns, Inga hersteinsd, Hermann, Sigga, Hulda, Örn, Margrét, Bergþór, Sjöfn, Þorgils, Sturla, Helga Harðard, Maja Heiðdal, Jón Helgi, Jóna, Eygló, Guðrún Margot, Hrönn, Þór, Helga Kristjánsd og Ásdís Kvaran.

Þar með eru báðar myndir komnar og ég fæ þær gerðar á ljósmyndapappír fyrir myndakvöldið. Þakka Ingu Jónsd kærlega fyrir að senda mér myndina sem og Veru í gær.
Mig vantar enn fjóra sem hafa ekki tilkynjnt sig á myndakvöldið 8.des.

Aðeins annað mál: hef verið að reyna að hafa hendur í hári Sýrlandsfarans Sigríðar Harðardóttur og þætti vænt um að hún hefði samband ef hún getur.

Í þriðja lagi: vegna hringinga út af Íranferð í apríl, Kákasus í maí, Jemen í maílok og Líbanon í mars hafa nokkrir spurst fyrir hvort þeir geti greitt inn á þessar ferðir með þeim fyrirvara að ég endurgreiði það ef ekki verður af ferðunum eða verð þeirra rýkur upp úr öllu valdi. Skil auðvitað að það er mun þægilegra það kerfi sem hefur verið við lýði að borga með afborgunum fremur en snara út stórri summu.

Ætla að ígrunda þetta aðeins og láta þá vita eftir að ég kem frá Jemen 19.des. Mér þætti sömuleiðis gott að heyra skoðanir ykkar á þessu. Um staðfesti9ngargjald sem venjulega er óafturkræft verður þá ekki að tefla. En ákveðinn lágmarksfjölda þarf í ferðirnar eins og menn vita og nokkrir sem höfðu rætt um þessar ferðir hafa ekki látið frá sér heyra. Bið þá að gera það.

2 comments:

Anonymous said...

Mig vantar bara svar frá Eygló og einnig spurning hvort Helga Kristjánsd telur útlit fyrir að hún komist.
Með kveðju
JK

Anonymous said...

parf ad athuga:)