Sunday, November 9, 2008

Heim í heiðardalinn

Sæl öll
Komum heim upp úr miðnætti, seinni Líbíuhópur og allir voru hressir en nokkuð lúnir. Vona að menn geti hvílt sig vel á morgun.
Ferðin til London gekk ósköp ágætlega en eini hængurinn var sá að Líbíumenn voru afar tregir að sleppa mér úr landinui þar sem þeim fannst grunsamlegt að ég hafði ekki fínu arabískuáritunina hennar Gurryar í passanum mínum. Eftir hringingu til Husseins forstjóra féll þ+o allt í ljúfa löð en við gátum ekki tjekkað inn alla leið heim því kona nokkur líbísk hafði tekið við yfirmannsstöðu og þverneitaði. Högni var dyggur leiðbeinandi frá terminal 5 svo allt fór á besta veg.
En mikið er Icelandair orðið snautlegt! Eftir ærinn tíma var hægt að kaupa samlokur dýrum dómum og mér tókst að harka út eina gin Aðrir urðu að sætta sig við ropvatn.

kvqaddiekki alla á flugvelli bið að heilsa og vona að allir hafi komist heilu og höpdnu til síns heima.


Í morgun brugðu margir sér á markaðinn og rúta fylgdi okkur hvert fótmál og ekki hægt að kvarta undan þjónustu Robban, þeir önnuðust okkur af mestu umhyggju.

Í GÆRkvöldi voru sem sagt allir þreyttir en ´glaðir og sváfu vel sl. nótt.
Ekki meira í bili. Ég er sem sagt orðin doltið lúin eftir tæpl3ega 5 vikna úthald en mér þykir sýnt að báðar ferðir hafi luikkast og gleðst yfir því hvað ferðafélagar voru einstakir og þakka kærlega samveruna.
Meira kannski á morgun, fer eftir svefni og sálarástandi. En ég held við séum öll ríkari eftir. eKKI SPURNING

No comments: