Monday, February 23, 2009

Hér koma fleiri góðar fréttir, elskurnar mínar



Sæl öll
Mér fannst við hæfi að setja þessa sætu köku inn því ég hef ekkert nema sætar og elskulegar fréttir í dag.

Jemen/Jórdaníuferðin verður dagana 5. eða 6. maí-18 maí og LÆKKAR í 360 þúsund

Marokkóferðin er dagana 5.sept-16.sept. og LÆKKAR í 360 þúsund.

Þetta er samt með fyrirvara en útlitið er altjent svona núna og hækkun yrði vonandi ekki nein ósköp ef til þess kæmi.

Mun senda þeim sem hafa skráð sig í ferðirnar Jemen/Jórdanía og Marokkó greiðsluáætlun um næstu mánaðamót svo menn geti farið að borga inn á ferðirnar.
Énn er unnt að skrá fólk í þær báðar og ættu menn ekki að bíða boðanna.

Miðað við verð síðasta árs er því verðbreyting næsta lítil sé haft í huga hversu gengisbreytingar hafa verið skverlegar.

Þá er gleðilegt frá því að segja að mér hafa þegar borist þó nokkur svör við getrauninni sem virðist mælast fagurlega fyrir og ég hvet menn til að taka til hendinni og senda svör enda vegleg verðlaun í boði, þe. ferð að vali stjórnar VIMA til Miðausturlanda. Endurtek að verðlaunalöndin eru Jemen/Jórdanía, Marokkó, Libía og Egyptaland.

Enn hafa tiltölulega fáir skráð sig í þau tvö síðastnefndu og bið menn gera það hið bráðasta.

Bið einkum og sér í lagi Guðrúnu Davíðsd að láta mig vita sem allra fyrst. Þetta verð á Jemen helst ekki nema lágmarksfjöldi náist. En ég trúi heldur ekki öðru en svo verði.

Áður hafði tekist að lækka Íransferðina um 25 þús krónur og auk þess verður vegabréfsáritunargjaldið 90 dollarar innifalið.

Finnst þetta harla gott og vonast nú til að heyra frá ykkur snimmendis.

No comments: