Tuesday, February 17, 2009

Stundum á maður ekki orð



Ég verð að segja ykkur þetta: Umboðsstjóri Royal Jordanian í Frankfurt hefur sent mér imeil með þeim fregnum að þeir RJ menn geri sér grein fyrir erfiðleikum okkar og þar sem við höfum verið góðir viðskiptavinir s.l ár ætla þeir að lækka fargjaldið FRA-AMM-SAH-AMM-LDN. Því held ég að mér sé óhætt að segja - með pínulitlum fyrirvara- að fargjaldið í Jemen/Jórdaníuferðinni fer EKKI upp fyrir 380 þús. kr.
Mér þykja þetta einstaklega góð tíðindi og drengileg.
Og nú skyldu áhugasamir Jemen/Jórdaníufarar kætast verulega og hópast í ferðina.


Varðandi Marokkóáætlun er hún að birtast öll og verður sett í heild inn á síðuna í kvöld.
Frk Hala í Egyptalandi puðar við að fá sem best verð á hótelum í Egyptalandsferð í haust og því hef ég ekki gengið frá þeirri áætlun. Ætti að koma fljótlega.

Drífi menn sig nú og ekki skuluð þið gleyma Líbíuferðinni. Þessar fjórar, Jemen/Jórdanía, Marokkó, Líbía og Egyptaland eru allar spes, hver á sinn ólíka hátt.

Fékk nokkrar myndir frá Nouriu af krökkunum okkar í gærkvöldi og hef komið þeim til þeirra sem einhverra hluta vegna urðu útundan.

Gott að geta sagt frá því að afmælispeningarnir sem voru lagðir á FATIMUSJÓÐ vegna afmælisins míns á dögunum fara rakleitt til að borga önnur kennaralaun. Duga amk upp í það. Takk fyrir og gleðjist nú.

5 comments:

Anonymous said...

Ja þetta er nú menn í lagi verð nú að segja það.
Kv.Gulla

Anonymous said...

Þetta er afar óvenjulegt og sýnir að allt er ekki alltaf ómanneskjulegt kerfi sem stýrir. Flott hjá þeim og tillykke.

Anonymous said...

Maður endurheimtir trú á mannkyninu við slíkt.

Gerði maður kannski slíkt hið sama, væri maður í þeirri stöðu? Jú, þetta er einmitt beggja hagur.
Flottustu viðskiptin.
Að lokum; farþegarými RJ-flugvélanna er það rúmbesta og þægilegasta sem ég hef notið. Amen.

Anonymous said...

Frábært! Til hamingju með bloggafmælið! :)
kv. ER

Anonymous said...

Þessir menn eru höfðingjar og til hamingju með bloggið (afmælið) altso!!! :)
Þóra J.