Tuesday, March 24, 2009

Vinningshafinn í getrauninni

REYNIR Harðarson er vinningshafi getraunarinnar.
Dregið var milli hans og tveggja annarra og síðan komu sjö á hæla þeirra svo árangur er vissulega hinn merkasti. Og eiginlega unnu allir því menn hafa gruflað og grúskað og fræðst.

Reynir var að vonum kátur og kvaðst ekki hafa unnið neitt síðan hann vann baðvigt í bingó í Vestmannaeyjum á áttunda áratugnum.

Við höfum bundið fastmælum að hann fari í Egyptalandsferðina í haust og þarf ég senn að ákveða mánaðardaga á hana.

Einnig gefur þetta mér kærkomið tilefni til að hvetja menn til að skrá sig í hana, skuldbindingalaust að svo stöddu en verður óskað eftir að menn hefji greiðslur í hana um mánaðamótin maí/júní.

Hvet ykkur til að láta frá ykkur heyra og hið sama gildir um Líbíu.

Óskum svo Reyni Harðarsyni til hamingju og þakka aftur öðrum fyrir myndarlega þátttöku

1 comment:

Anonymous said...

Til hamingju Reynir, og takk Jóhanna fyrir að gefa manni tækifæri til að einmitt grúska og grufla og leita. Þetta var mjög skemmtileg getraun og ég lærði helling og rifjaði margt upp líka.