Friday, April 3, 2009

Gengur glatt- en gefi nokkrir sig fram ef þeir vilja fara í haustferðir


Frá Líbíuferð sl haust

Séu allir blessaðir

Þá fer að nálgast Íranferð. Bið alla Íranfarana að vera komna stundvíslega 5,15 aðfararnótt mánudags í flugstöðina svo við getum tjekkað sem flest inn samtímis.

Mér sýnist einboðið að efnt verði til annarrar Íranferðar í haust, líklega hefst hún 30.sept eða 1.okt. Það er áhugi á henni og ég bið fólk að gefa til kynna áhuga.Það væri flott að fara tvær Íranferðir á árinu.

Það vantar þáttakendur í Líbíu og Egyptaland. Nær ekki nokkru tali. Trúi ekki öðru en ýmsir hafi hug á þeim ferðum.

Marokkóferðin fullskipuð.

Svo er ritnefndin á fullu að ganga frá Fréttabréfi, ég reikna með að það verði sett í póst og bíði okkar þegar við komum heim. Fullt af góðu efni enda fimm ára afmæli VIMA síðla apríl eins og ég nefndi í síðasta pistli.
Aðalfund þann 3.maí sækja auðvitað allir sem vettlingi geta valdið.

Til Íranfara: Það gæti verið rigning í Teheran fyrsta og annan daginn svo þið skuluð hafa með ykkur regnhlíf eða slá nema ykkur finnst rigningin góð.

Munið að skilja eftir slóðina á síðunni og hvetja vini og ættingja til að skoða síðuna. Set pistla inn öðru hverju og menn þiggja kveðjur frá sínum með þökkum. Muna það.

Engin tilkynning verður send um þessa pistla en ég hlýt að vona að menn verði ötulir að fara inn á síðuna.

Ath að skrá ykkur hjá Mími-símenntun ef þið hafið áhuga á eins kvölds námskeiði 27.apr. um menningu og sögu ofl.
Bless í bili

2 comments:

Anonymous said...

Ég vil bara segja góða ferð til Íran og kveðjur mínar og svo upplifi ég ferðina í pistlunum ykkar þaðan, Jóna Einarsd.

Anonymous said...

Halló Íranfarar !!

Knús til Ingu vinkonu minnar,,,,,er að reyna að finna út hvar ég get lesið eitthvað um ferðina ykkar! Aldrei bloggað áður !

Linda