Sunday, June 14, 2009

Endurbætt Marokkóáætlun komin inn á hlekkinn sinn



Hef aðeins lagfært Marokkoáætlunina en engar stórvægilegar breytingar sem þar koma fram.
Ég þarf að biðja Marokkófara hina væntanlegu að senda mér fljótlega vegabréfsnúmer, útgáfudag,ár og gildistíma. Þetta er gert til að ég geti sent þau til hótelanna og auðveldar málin. Muna bara að vegabréf eiga að vera gild í sex mánuði eftir að ferð lýkur.

Þá sé ég að einhver hefur greitt inn á ferðareikninginn 9.júní 160 þúsund og ekkert nafn fylgir??? Einstaklega óþægilegt
Auk þess á einn þátttakandi eftir að borga júnígreiðsluna sem er 80 þúsund.

Bið sömuleiðis þá sem ekki hafa greint mér frá því nú þegar að láta mig vita ef þeir vilja eins manns herbergi, það kostar sem svarar 300 dollara og greiðist í ísl.krónum með síðustu greiðslu.

Einnig hef ég á prjónunum að Marokkófarar hittist sem fyrst. Ágætt að skrafa og skeggræða.
Þarf bara að semja við Mími um húsnæðið og læt svo vita.

Ég sendi áðan ítrekun til allnokkurra Íranfara sem ég hef ekki fengið umbeðnar upplýsingar frá og þar sem ég þarf að senda þessar upplýsingar út mjög bráðlega hvet ég fólk til að bregðast vel við.

Verð svo í sambandi við Jemenfólkið mitt hið skjótasta.

Það ætlar að ganga tregt með Egyptaland en mun halda bjartsýni og vonargleði til næstu mánaðamóta.

Þá má reikna með að við heyrum senn frá Nouriu um hvernig börnunum okkar hefur gengið í skólanum og það verður látið berast

1 comment:

Anonymous said...

FRAM HEFUR KOMIÐ HVER GREIÐANDI VAR.Þar með eiga ÞRÍR- endurtek ÞRÍR eftir áð greiða fyrir júní því viðkomandi greiðandi var EKKi í skuld fyrir þann mánuð.
Þetta er eiginlega ófært. Gjörið svo vel og gangið frá málinu.
Takk fyrir
KvJK