Friday, September 18, 2009

Gjöf í Fatimusjóð - hvet fólk til að koma á fund á morgun

Gleðilegt að segja frá því að Jenný Karlsdóttir sem átti sjötugsafmæli í sumar, baðst undan gjöfum og hefur nú fært FATIMUSJÓÐI 213 þúsund kr sem hún fékk á afmælisdaginn. Henni eru færðar miklar og hlýjustu þakkir.

Þar sem fjögur börn hafa ekki fengið stuðning staðfestan mun sjóðurinn greiða fyrir þau 120 þús og 93 þús fara rakleitt inn í byggingarsjóðinn. Afar rausnarlegt og umfram allt einstaklega hugulsamt.
Það er ótrúlegt en satt að EKKI hafa allir gert grein fyrir hvernig þeir ætla að borga þótt þeir heiti stuðningi. Þarf að senda fljótlega peninga út og bið fólk því endilega að ganga frá þessu. Þeir sem skipta greiðslum hafa flestir látið vita.

Minni enn á fundinn í Kornhlöðunni á morgun kl 14. Allir velkomnir. Þar verður írönsk kvikmyndagerð sem hefur sótt í sig veðrið af miklum krafti til umræðu og er auglýsing um fundinn á baksíðu fréttabréfsins.

Loks skal svo tekið fram að ég hef fengið í hendur miða Íranfaranna. Væntanlega koma einhverjir þeirra á fundinn á morgun og geta tekið sína miða þar. Aðra pósta ég svo á mánudag.
Mun senda Íranförum leiðbeiningarbréf í næstu viku og bið menn að hafa samband ef einhverjar spurningar brenna á fólki, t.d. varðandi klæðnað kvenna og þess háttar

No comments: