Friday, October 2, 2009

Iranfarar i godu yfirlaeti i Teheran- til Sjiraz seinna i dag

Sael oll
Vid Iranferdalangar erum thessa stundina i morgunverdi a Laleh hoteli i Teheran og a eftir tritlum vid a teppasafnid og nylistasafnid. Bliduvedur og allt i prydilegu standi eftir tvi sem eg best veit.
I gaer voru menn litid eitt framlagir eftir nokkud langa flugferd og tof i London en drifum okkur a faetur um hadegid og skodudum keisarahallirnar og furdudu menn sig a ollum theim iburdi og skrauti. A eftir til bustadar og baenastadar Khomeinis erkiklerks sem stakk mjog i stuf vid keisarahusakynnin.
I gaerkvoldi var bordad svo her a Laleh og eg hygg ad flestir hafi verid komnir i koju um niuleytid eda svo enda eru menn uthvildir i dag og til i allt.

Um hadegid tjekkum vid ut og seinna i dag liggur leidin til Sjiraz og verdur gaman ad koma thangad.

Thar er fjogurra daga dvol og nog ad skoda. Vid verdum a Parshoteli eins og oftast fyrr.

Hopurinn er forvitinn og gladsinna, synist mer. Hrafnhildur Jonsdottir og Hrefna Johannsdottir komu um Frankfurt og hittu okkur her.
Blidvidrid uti hefur god ahrif a folk og mengun i Teheran med minna moti i bili.

Pezhman tok a moti okkur a flugvelli og Mohammed bilstjori. I gaer keyrdi Mohammed til Sjiraz og tekur a moti okkur thar. Fagnadarfundir urdu med okkur thremur og hopurinn og Pezhman virdast na agaetlega saman.

Thad bidja allir ad heilsa og eg hvet aettingja og vini til ad senda kvedjur i abendingardalkinum.
A ad skila kvedjum fra Pezhman og Mohammed til fyrri hopa.

8 comments:

Anonymous said...

Kemst ekki inn a postinn minn i augnablikinu. Svo vinsamlegast skrifid a j.kristjonsdottir@hotmail.com eda her i dalkinn
KvJK

Dominique said...

Alltaf jafn indælt að ferðast með þér í huganum þegar maður nær ekki að vera með í öllum ferðum !! Ekkert nýtt hér á klakanum (svo sem) en gleymdi Hossein vini mínum í kveðjunum sem fóru með þér? En njótið ferðarinnar, kær kveðja til´þeirra sem maður þekkir - og til þín, Pezhman og Mohammed að sjálfsögðu.

Anonymous said...

Gaman að heyra að allt gengur vel hjá ferðalöngum. bið að heilsa sérstaklega til Bjarna og Gunnu með skilaboðum um að hér sé allt með kyrrum kjörum. Ingvar A. Sigfússon

Unknown said...

Flott að lesa svona ferðalýsingu frá þér Jóhanna.
Bið að heilsa Bjarna og GUÐRÚNU, Kær kveðja frá ingu.
kristján Sigfússon

Unknown said...

Kristján aftur.
Gaman væri að fá að vita hvenig Bjarna gengur með nýju myndavélina.
Kveðja aftur Kristján Sigfússon

Anonymous said...

Gaman að geta fylgst með þessu spennandi ferðalagi ykkar.
Bestu kv til Grétu frænku minnar og sendingin komst til skila, takk fyrir:-)
Njótið ferðalagsins.
Bestu kv, Eva Björk Jónsdóttir

Anonymous said...

Gaman að sjá hvernig gengur hjá ykkur. Gangi ykkur vel.:-)
Allra bestu kveðjur til ömmu Grétu.
Kveðja Agnes Hjaltalín Andradóttir

Anonymous said...

Ekkert nema öfund. Vildi að ég væri með.
Fæ fréttir þegar þið komið til baka.
Kv. Edda