Thursday, July 15, 2010

Komin heim- í sælu og kæti


Dansstúlka frá Ferghanadalnum í Uzbekistan

Sælt veri fólkið

Kom heim síðdegis eftir langt flug og nokkuð erfitt. Hef þegar lagt drög að því við ferðaskrifstofunáungana í Uzbekistan að fundin verði hentugri flugleið.

Dagsetningar verða ákveðnar nú á allra næstu dögum og þá læt ég þá vita sem hafa lýst áhuga sínum. Hitti ferðaskrifstofukarlana mína síðasta kvöldið og nú þarf ég sumsé að ganga frá dagsetningum og þess háttar og mjög trúlegt að seinna í haust/vetur sendum við vegabréf til Berlínar til áritunar þar sem það sparar fullt af tíma við komuna til Uzbekistan.

Hef komist að þeirri niðurstöðu að skynsamlegast/skemmtilegast og væntanlega hagstæðast í verði sé að halda sér við Uzbekistan og skoða það almennilega. Turkmenistan vakti ekki nægilega áhuga þótt víst væri fróðlegt að sjá þá persónudýrkun á Turkmenbasji sem hefur verið þar en dvínar nú. Næsta hratt

Með því að halda sér við Uzbekistan væri hægt að taka lífinu ögn rólega, vera 2 nætur í Bukhara, 2 í Samarkand, 2 í Ferghana, eina nótt í jurttjaldbúðum sem eru mjög sjarmerandi, 1 nótt í Khiva 3 nætur í Tashkent og eitthvað í þá áttina. Læt ykkur vita hið fyrsta og þarf þá að biðja menn að greiða staðfestingargjald fyrir eða um næstu mánaðamót. Stefni að því að efna í fund með þátttakendum hið fyrsta til nánari lýsinga.

Síðustu dagarnir í Uzbekistan voru létt dægilegir og ég hreifst virkilega af þessu landi og vænti þess að svo verði um þann hóp sem hefur sýnt áhuga á ferðinni.

Þá er Palestínuferð einnig orðin nokkuð klár og Íranferð í mars 2011 sýnist á rétti róli.Það má bæta við í Íranferðina, annars blæs ég hana af. Hún er hugsuð um 3.-15 eða 16.mars á næsta ári.

3 comments:

Helga said...

En hvenær er palestínuferðin farin?

Anonymous said...

Trúlega fyrstu daga nóv. Sirka viku í Palestínu og svo 2 dagar í Jórdaníu. er að bíða eftir verði á flugmiðunum. Hvernig passar það?
KvJK

Anonymous said...

Hef ég misst af e-u??
Er ekki búin að skoða póstinn minn í rúma viku, var í smá túr. Hvað er að frétta af Íran 2011? Ætlum við ekki að komast ??

Kv. Sunna Dís