Tuesday, August 3, 2010

Sunnudagur er fundadagurinn mikli




Hef sent öllum sem hafa staðfest sig í Palestínu, Íran og Uzbekistan tilkynningu um fund n.k sunnudag og mælist til þess í bréfunum að fólk tilkynni þátttöku.

Á fundunum verða lagðar fram nokkuð ítarlegar áætlanir um ferðirnar og greiðsluplan fyrir Uzbekistanfara og Íranfólk.

Ítreka að framundir næstu mánaðamót má trúlega bæta við í Íranferð ef menn eru snöggir. Sömuleiðis væri mjög ánægjulegt að Uzbekistanferð 2 yrði að veruleika. Hún hefst þá um 29. apríl og verður í laginu alveg eins og sú fyrri.

Nú fer ég sem sagt til Palestínu í könnunarferð þann 16.ág-22.ág og vonast til að vera að þeirri ferð lokinni með viðbótarupplýsingar.

Ég bið þátttakendur lengstra orða að koma á fundina svo ég þurfi ekki að endurtaka allt. Við reynum að fara yfir sem flest á fundinum og undirbúið ykkur með spurningar ef út í það er farið.
Allt lítur þetta undur vel út og ég vænti þess að allt gangi eins og smurt með þetta góða fólk sem ferðafélaga.

2 comments:

Anonymous said...

ójá...þetta verður undursamlegt ævintýri!!

Sunna Dís Íransfari

Anonymous said...

Þetta með nótt í jurtu er tilhökkunarefni. Mig hefur í mörg ár langað að fara í jurtuferðalag og getur því þessi nótt verið æfing fyrir alvöru hirðingjalíf (ég meina í eyðimörkinni finnast varla sturtur og salerni, eins og okkur stendur til boða).Kveðja Marjatta