Sunday, November 14, 2010

Frá ferðahópi í Palestínu

Sæ´l oll
Vid vorum i Jerusalem i dag. Veðrid undurgott og byrjað á að fara upp á Ólífurfjallið og horfa yfir Jerúsalem. Þarna er hreint stórkostlegt útsýni yfir borgina. Síðan í Getsemanegarðinn og gægðumst aðeins inn í kirkjuna í leiðinni. Morður las úr nýja testamentinu um þá atburði sem gerðust þar kvoldið sem hann svikinn var.
Eftir það að Grátmúrnum og þar sem ansi víða annars staðar í gegnum öryggishlið Ísraela. Svo var gengin leiðin Via dolorosa upp á Golgata og á leiðinni mættum við hópi Rússa sem roguðust þar með stóran kross en slíkt er algeng sjón í Jerúsalem.
Við fórum síðan upp á Klettah´æðina en ekki er lengur leyfilegt að fara í moskurnar. Eftir Að Ariel Sharson þá forsætisráðherra arka'i þangað vid mikla reiði Palestínumanna í sept 2000 er aðeins múslimum leyft að ganga thar inn. En fegurð og tign moskanna tveggja fannst okkur ollum eftirminnilegurt

Var nú hópinn tekið að svengja og fengum okkur samlokur og að því búnu fóru nokkrir í greftrunarkirkjuna en aðrir tðltu um svæðið enda er gamla borgin í Jerúsalem ekki morgu lík.

Um hálffimm leytið var haldið heim á leið hingað til Betlehem.

I gær vorum við megnið af deginum í Hebron eftir að hafa þó eytt ansi miklum tíma til að komast inn í Fæðingarkirkjuna. Í Hebrons sem sumir kalla borg Abrahams,ættfðoúr gyðinga og Araba er afar sérstakt andrúmsloft og kannski ekki ofmælt að segja að það sé lævi blandið enda búa 200 gyðingar í hjarta borgarinnar, og um 2000 ísraelskir hermenn gæta þeirra. Oft kastast í kekki milli landtokumanna og ibua Hebrons og eiginlega ekki ad undra. Vid komum þar að sem allt hafði nokkru áður verið á suðupunkti og ísraelsku hermennirnir voru mjðg nervusir og krakkarnir4 hlupu um og striddu þeim ospart.Skoduðum okkur um rækilegar, tvær urdu viðskila við hópinn sen tókst þó að koma ollum heilum heim en því miður komumst við ekki inn í Abrahamsmoskuna því ísraelsku hermennirnir neituðu að hleypa okkur inn og sogðu okkur vera of seint a ferð. Það er alls staðar mjog kyndugt að vera á svæðum sem Palestínumenn ráða að nafninu til en finna samtimis að Ísraelar taka ser oll þau völd sem þeir vilja.

Vid buum á frábæru hóteli í Betlehem og eru menn himinlifandi yfir hversu fallegt hótleið er og viðurgjprningur allur til sóma.

Á leiðinni frá Jórdaníu eða réttara sagt thegar við komum á landamærastðð Ísraela gekk nokkuð vel þar til kom að vegabréfsskoðun að Máni Hrafnsson var tekinn úr hópnum og sagt að kanna yrði mál hans betur. Hann tók þessu með stakri ró og las í Perlum og steinum þar til einhver kom og lagði fyrir hann nokkrar spurningar um hvað hann hefði verið að gera í Íran og hvort hann væri óvinur Ísraels

Við erum sem sagt í fínu standi og allir biðja að heilsa Á morgun forum við til Ramallah og verða þar fundir fram að hádegi, vitjum trúlega grafhýsis Arafats og síðan er Nablus á dagskránni.
Hópurinn er í hvívetna fínn og skemmtilegur og allir gera sér grein fyrir þeim merku upplifunum sem við eigum þess kost á að kynnast dag hvern

5 comments:

Anonymous said...

Hér er fylgst með áhuga með ferðalaginu ykkar og auðvelt að láta sig dreyma til þessara merkilegu staða sem þið farið um.
Bestu kveðjur nátturlega til allra í hópnum en sérstakar kveðjur til Mána og ykkar Elisabetar og við höldum áfram að upplifa ferðina með ykkur í gegnum Jóhannatravel og Fésbókina og takk fyrir það.
Kveðja Anna Stefáns í Malmö

Anonymous said...

Gaman að fylgjast með ykkur, bið að heilsa öllum.
kveðja
Gulla Pé

Anonymous said...

Töffarar. Bestu kveðjur til ykkar allra frá Singapúr.

Anonymous said...

Gaman að fylgjast með og sjá allar mydnirnar frá Mána á fésinu.
Alúðar kveðjur til allra.
Þóra J.

Anonymous said...

Góða ferð heim á morgun og takk elsku Máni fyrir allar skemmtilegu myndirnar.
kveðja frá Malmö