Monday, November 1, 2010

Hin mestu gleðitíðindi - undanþága fengin



Eins og ég hef einhvers staðar minnst á í þessum pistlum fékk FATIMUSJÓÐUR neitun á frekari yfirfærslum frá Seðlabanka vegna þess við vorum komin yfir kvóta. Ástæða þess var m.a. sú að ég sendi í sumar greiðslu fyrir tvo kennara og greiddi fullorðinsfræðslunámskeiðið af því okkur áskotnaðist fé.

Þar sem ég hafði ekki sent út fyrir nema 45 börn þegar neitunin kom var þetta hið versta mál. Ég skrifaði þá æðstu stjórn bankans og fékk svar í dag: Við fáum undanþágu og öll börnin fá sinn styrk. Þetta er hið mesta ánægjuefni.

Þá vil ég benda á að Uzbekistanferðin í sept 2011 virðist vera hátt í skipuð ef þeir fara allir sem hafa tilkynnt sig. Mun senda þeim sérstakt bréf um mánaðamótin nóv/des og óska eftir að þeir greiði staðfestingargjald. Eins og menn hafa séð þarf mjög góðan tíma til undirbúnings ferð þangað og því þurfa menn að láta vita.

Það verður svo ekki nógsamlega ítrekað að menn hafi tryggingar sínar í lagi. Þið vitið öll að ég hef mjög lítið svigrúm til að endurgreiða ferðir sem eru frágengnar upp í topp af minni hálfu. TRYGGINGAR ALLTAF Í LAGI. Ekki bara hafa það bak við eyrað heldur á hreinu.

No comments: