Thursday, December 2, 2010

Mynd af duglegu tombólustúlkunum. Og fundur um Írak?


Hér er myndin af duglegu stúlkunum í Fossvogsskóla sem efndu til tombólu til styrktar Fatimusjóði og ég hef sagt frá. F. v. Tara Jónsdóttir, Margrét Friðriksson, Elísabet Friðriksson, JK, Halldóra Þórsdóttir, Marta María Stephensen og Þórunn Guðmundsdóttir.

Það var mjög gaman að hitta stúlkurnar og heyra þær lýsa skoðunum sínum og áhuga á að hjálpa stúlkum í Jemen til að geta gengið í skóla og eins og sjá má af plakatinu höfðu þær undirbúið þetta af kostgæfni og afraksturinn var líka eftir því, ríflega 32 þúsund krónur. Þeim eru færðar þakkir enn og aftur og mættu fleiri taka þær sér til fyrirmyndar.

Menn borga nú sem óðast
inn á ferðir til Íran og Uzbekistan og takk fyrir það. Vona að allir ljúki greiðslu í síðasta lagi á morgun því ég verð að húrra mér í að senda næstu greiðslu á báða staði strax á mánudag.
Einnig hafa æði margir í seinni Uzbekistanferð greitt staðfestingargjald og þurfa að einnig að drífa í því í síðasta lagi á morgun.

Fundur um Írak?
Við í stjórn VIMA höfum mikinn áhuga á að efna til fundar um stöðu mála í Írak. Við leggjum drög að því að fá ræðumann sem hefur búið og starfað þar um alllanga hríð og þekkir til þeirra mála betur en flestir. Þar með gæti einnig verið að fundurinn yrði fyrr en venja hefur verið með janúarfundi en ég þykist þess fullviss að menn setji það ekki fyrir sig. Læt ykkur fylgjast með.

1 comment:

Anonymous said...

Flottur hópur og efnilegar stúlkur.

ÁHB