Monday, January 10, 2011

Umsagnir um fyrsta hóp Jemenstúlknanna-- vegabréf og fleira góðmeti


Vegabrét Íranfara eru komin! Þau verða afhent ásamt með miðum og öðrum ferðagögnum á fundinum á sunnudag. Bið fólk lengstra orða að mæta á fundinn stundvíslega og allir hafa fengið fundarboð. Gjöra svo vel og staðfesta sig.

Uzbekistan- seinni ferð
Þar sem seinni Uzbekistanferð er nú fullskipuð verður fundur með þeim að Íranfundi loknum. Hef einnig sent þeim fundarboð og þeir fá þar greiðsluáætlun, áætlun að mestu fullbúna.

Palestína?
Hef fengið fyrirspurnir um aðra Palestínuferð. Ef menn hópa sig saman snarlega kemur það áægtlega til greina og yrði þá á svipuðum tíma og síðast það er í nóvember 2011.
Láta vita um það.


Hér eru umsagnir um fyrsta Jemenstúlknahópinn okkar.

Ath að ég hef orðið að breyta eða færa til stuðningsmenn nokkurra stúlkna þar sem Nouria Nagi hækkaði fyrirvaralaust gjaldið með þeim og aukin heldur varð ég að senda greiðslu með öllum börnunum, einnig fyrir þau börn sem ekki hefur verið greitt fyrir nema að hluta.

Vona að allir taki því vel og vinsamlega. Fyrir mestu er að 126 börn njóta stuðnings til skólagöngu þetta árið.

G 3 Saadah Abdallah Ali Hussein Al Remee- Lára júlíusd/Þorsteinn Haraldsson

Umsögn: Saadah er 12 ára og í 5. bekk en hefur einu sinni fallið milli bekkja. Hún sýnir vilja til að standa sig vel og sækir miðstöðina reglubundið. Hún á ekki auðvelt með nám og þarf sérstaka hvatningu.

G 4 Tahanee Abdallah Ali Hussein Al Remee- Jóna Björnsd/ Hermann Óskarsson

Umsögn: Thanee er 11 ára og systir G 3. Hún stendur sig vel í námi og er í 5.bekk því hún hefur alltaf náð milli bekkja. Heimavinna hennar er til fyrirmyndar

G5 Khload Mohamed Ali Al Remee- Hulda Hákonar
Umsögn: Khload er 11 ára. Hún kemur alltaf í miðstöðina. Hún er metin með meðalgreind. Hún sýnir iðni og vinnur prýðilega.

G6 Abeer Abdo Al Zabibi- Ólöf Arngrímsdóttir
Umsögn: Abeer er 15 ára og stóðst öll próf sl vor. Hún er metin með meðalgreind. Hún sækir miðstöðina á þeim dögum sem hún á að koma og það hefur vart brugðist frá því hún hitti stuðningsmann sinn í eigin persónu. Hún er kurteis og glaðlynd stúlka

G 7 Bahayeer Nabil Abbas – Vaka Haraldsóttir

Umsögn: Bushayeer er 13 ára og er í 6.bekk. Hún býr langt frá stöðinni en kemur engu að síður. Hún átti í erfiðleikum í nokkrum fögum en hefur lagt sig fram og árangur hennar hefur batnað stórlega

G 10 Uesra Mohamed Saleh Hussein Al Remee- Ingunn Svavarsd/Sigurður Halldórsson
Umsögn: Uesra er 13 ára. Hún er í fimmta bekk og hún nær alltaf öllum prófum vegna þess að hún er samviskusöm og á auðvelt með að læra. Hún er félagslynd og afar vinsæl.

G9 Takeyah Mohamed Ahmad Al Matari- Dominik Pledel Jónsson

Umsögn:
Takeyah er 11 ára. Hún sækir miðstöðina þá daga sem hún á að mæta. Hún er tápmikil stúlka sem býr við erfiðar fjölskylduaðstæður en lætur það ekki slá sig út af laginu og er ágætis nemandi. Hún er í 6.bekk.


G 11 Hind Abdo Yahya Bo Belah- Guðrún Ólafsd/ Herdís Kristjánsdóttir

Umsögn:
Hind er 14 ára. Hún hefur komið til að sækja skólabúning og EID flíkur en hefur ekki mætt eins reglulega þar sem miklir erfiðleikar eru á heimilinu. Faðir hennar hefur átt í veikindum. Reynt er að veita henni uppörvun og aðstoð eftir föngum. Hún náði prófi upp í 7. bekk sl. vor

G12Bushra Ali Ahmad Hussein Al Remee- Katrín Ævarsdóttir

Umsögn:Busra er 12 ára. Móðir hennar lést úr krabbameini s.l ár og hún annaðist systkini sín í veikindum móðurinnar og átti erfitt og á það enn.Faðir hennar giftist aftur og nú búa Bushra og systkini hennar hjá móðursystur sinni. Busra er seigur námsmaður en hefur ekki sótt miðstöðina reglulega í vetur. Vonandi stendur það til bóta. Hún er í 7.bekk.

G 13 Nusaiba Jamil Sharaf Al Salwee Þorgerður Sigurjónsdóttir

Umsögn: Nusaiba er 16 ára og er í síðasta bekk grunnskóla Hún er traustur og pottþéttur nemandi, vinnur vel og er áfram um að standa sig vel.

G 15 Fatten Abdo Yahya Bo Belah- Guðrún Halla Guðmundsdóttir

Umsögn: Fatten er 18 ára og í 9.bekk. Hún er trúlofuð og vill gifta sig á næsta ári. Við höfum hvatt hana til að ljúka 9.bekk. Fatten er geðug, áhugasöm og hefur góð áhrif á fólk í kringum sig.

G 17 Ahlam Abdul Hamid Al Dhabibi – Ingveldur Jóhannesdóttir

Umsögn: Ahlam er 15 ára og leggur sig alla fram. Hún er í 7.bekk sem verður að teljast mjög góð frammistaða því hún þarf að hafa töluvert meira fyrir námi en margir. Hún hefur upp á síðkastið lagt æ meiri rækt við að teikna og mála og góður árangur í því hefur veitt henni aukið sjálfstraust.

G 19 Sara Mohamed Saleh Hussein Al Remee- Sigríður G. Einarsdóttir

Umsögn: Sara er 13 ára. Hún hefur alltaf náð prófum milli bekkja og vinnur vel. Hún er góðviljuð og glaðlynd og tekur þátt í félagsstarfi

G20 Shemah Abdul Hakim Abdul Baqi Al Joneed- Guðmundur Sverrisson

Umsögn: Shemah er 13 ára og er komin í 9. Bekk. Hún er góður nemandi og hefur mörg áhugamál. Nú hefur hún fengið áhuga á teiknun og málun og nokkrar myndir hennar hafa selst í miðstöðinni. Hún sækir um þessar mundir námskeið í ensku

G 21 Hyefa Salmane Hasan Al Sharifi- Borghildur Ingvarsdóttir

Umsögn:Hyefa er 14 ára. Hún hefur nú nám í 9 bekk. Fjölskyldan býr nokkuð langt frá miðstöðinni svo hún kemur ekki reglulega. Hún sækir skóla sinn og gengur prýðilega

G 22 Rawia Ali Hamod Al Jobi – Kristín Sigurðard/Geir Þráinsson

Umsögn: Rawia er 12 ára. Hún er í 7.bekk og stendur sig mjög vel. Hún er ekki fyrirferðarmikil en alltaf liggur vel á henni. Miðar vel

G23 Hayat Mohamed Ahmad Al Matari- Kolbrún Eydís Ottósdóttir

Umsögn: Hayat er 15 ára. Hún er í 9 bekk. Hún hefur alltaf staðist próf milli bekkja, er ötul og samviskusöm. Fjölskylda hennar býr nokkuð langt frá miðstöðinni og því kemur hún ekki reglulega. Hún sinnir heimanámi sínu engu að síður afar vel.

G 24 Safa Jamil Sharaf Al Salwee- Ragnheiður Hrafnkelsdóttir

Umsögn: Safa er 16 ára og er í 9.bekk. Hún tilkynnti sig seint sl haust í miðstöðina og var hrædd um að hún hefði þar af leiðandi misst af stuðningi. Gladdiast að svo var ekki. Erfiðleikar á heimilinu vegna veikinda móður hennar og Safa verður að taka á sig meira enAh

G 25 Rasha Abdo Hizam Al Qodsi – Hulda Waddell/Örn Valsson

Umsögn: Rasha er 14 ára og hóf nám í 9 bakk í haust. Hún hefur alltaf náð milli bekkja, stendur sig vel. Hefur góða framkomu.

G 26 Leeqa Yassen Mohamed Al Shybani- Þorgerður Þorvaldsdóttir/Kristján Edvardsson

Umsögn: Leqqa er 9 ára og indælt barn. Hún er áhugasöm og vill standa sig vel. Hún er í 4 bekk og allt gott um hana að segja

G 27 Leebia Mohmaed Al Hamery- Svanhildur Pálsdóttir

Umsögn: Leebia er 17 ára og komst í 9 bekk sl haust. Hún er hljóðlát og blandar ekki mikið geði við hin börnin. Hún hefur alltaf staðið sig vel og er góður námsmaður.

G 29 Nassim Abdul Hakim Baqi Al Joneed –Jóhanna Kristjónsdóttir

Umsögn: Nassim er skarpur nemandi, samviskusöm í verkum sínum og mjög hugsandi. Hún hefur tekið þátt í tölvunámskeiði og valdi sér að skrifa um gattneyslu Jemena. Hún er nú á enskunámskeiði. Hún hefur upp á síðkastið sótt teiknitíma og virðist liðtæk í því. Hún er nú í 11.bekk

G 30 Hayfa Ali Awad Al Radi- Guðrún Sverrisdóttir

Umsögn: Er góður og hugmyndaríkur nemandi. Jákvæð stúlka og keppist við. Hún er öll af vilja gerð að hjálpa þeim sem virðast eiga í erfiðleikum.

G 31 Reem Abdo Ahmed Al Kshani- Þorgerður Þorvaldsdóttir/Kristján Edvardsson

Umsögn: Reem er 11 ára. Hún er félagslynd og alltaf til í að prófa eitthvað nýtt. Gaðlynd og hjálpfús og dugnaðarnemandi.

G 32 Hanan Mohamed Ahmad Al Matari- Jóna Einarsdóttir/Jón Helgi Hálfdanarson

Umsögn: Hanan er 18 ára. Þegar hún hóf að koma í miðstöðina var hún feimin og hlédræg en hefur smátt og smátt breyst í glaðsinna og brosmilda stúlku. Hún hefur forystuhæfileika. Hún er nú í seinni bekk menntaskólans og hefur alltaf gengið vel í námi

G 33 Ola Mohamed Abdulaleem Ghalev- Ásdís Ámundadóttir

Umsögn: Ola er 10 ára. Hún þarf töluverðan stuðning við heimanám en er mjög samviskusöm og viljug. Hún er nú í 4.bekk.

G 34 Ghadah Mohamed Ali Nser- Þóra Jónasdóttir

Umsögn:Ghadah er 19 ára og verður að taka 11.bekk aftur í vetur. Hún er prýðisstúlka og þau ár sem hún hefur notið stuðnings hefur sjálfstraust hennar eflst. Hún tekur þátt í félagsstarfi og er sérlega geðþekk og hjálpsöm stúlka. Ghada vill ná árangri og mun væntanlega takast það.

G 35 Susan Mohamed Saleh Al Hamley – Ingibjörg Hulda Yngvadóttir

Umsögn: Susan er 17 ára og er í síðasta bekk grunnskóla. Hún er góður námsmaður. Susan er prúð og hefur fallega framkomu. Hún tekur þátt í félagsstarfi

G36 Sara Thabet Al Ryashi- Eva Júlíusdóttir

Umsögn: Sara er 18 ára og er í 6.bekk. Hún sækir miðstöðina reglulega og leggur hart að sér. Hún lætur ekki mikið fyrir sér fara en er alltaf fús að leggja öðrum lið. Framfarir hennar eru eðlilegar.

Hef fengið fyrirspurnir frá stuðningsmönnum sem sjá ekki sín börn. Tók fram að ég yrði að gera þetta í skömmtun. Allir strákarnir eru komnir inn- sjá pistil fyrir neðan- og þetta eru stelpurnar með lægstu númerin.

Býst við að geta sett næstu 30 stúlkur inn á síðu fyrir helgi

No comments: