Saturday, May 21, 2011

Góðrar manneskju minnst



Sá í blöðum við heimkomu frá Eþíópíu að góður VIMAfélagi og ferðavinur, Hólmfríður Björnsdóttir er fallinn frá og langar að minnast hennar með þessum fáu orðum og þakka þá samfylgd sem ég átti með henni.

Hólmfríði var ég samtíða í þremur ferðum VIMA, til Sýrlands og Jórdaníu, Írans og Egyptalands. Hún var fáguð heimskona, hlýr og notalegur ferðafélagi.

Mér kom hún einnig fyrir sjónir sem manneskja sem ýmislegt hefði reynt um dagana en kaus ekki að bera sín mál á torg. Hún reyndist mér elskuleg í ferð þegar ég þurfti um örskotsstund að finna öxl. Fyrir þá alúð sem hún sýndi verð ég ævinlega þakklát.

Við vorum ekki mikið kunnugar utan ferðanna en hún sótti fundi VIMA og var alltaf gleðiefni að hitta hana.

Mig langar að votta ættingjum hennar og öðrum þeim sem þótti vænt um hana samúðarkveðjur.

3 comments:

Anonymous said...

Hólmfríður var einstaklega góður ferðafélagi og minnist ég góðra samverustunda í Egyptalandi.
Ég tek undir samúðarkveðjur og er þakklát fyrir að hafa kynnst henni.
Sigga Ásgeirs

Unknown said...

Tek heilshugar undir með þér Jóhanna. Hún var góður ferðafélagi og naut ég þess sérstaklega í Egyptalandsferðinn þar sem hún ásamt Siggu Ásgeirs urðu yndslegar ferðavinkonur mína og held ég að við höfum allar þrjár notið ferðarinnar enn þá betur fyrir bragðið. Blessuð sé minning hennar.
Birna K.

chic Gucci shirts said...

come on baby!