Sunday, January 22, 2012

Glæsilega góður fundur - gleðjumst yfir láni Jónu og Jóns Helga

Fund VIMA í Kornhlöðunni í dag var með afbrigðum vel heppnaður, leyfi ég mér að segja.
Fundarmenn fjölmenntu og voru tæplega sextíu talsins, allmargir nýir, nokkrir þátttakendur úr förinni til Íran sem ég tók fyrir Bændaferðir og svo margir sem láta sig sjaldan vanta.

Eftir að JK hafði sett fund og skipað Ragnheiði Gyðju fundarstjóra og Eddu Ragnarsdóttur fundarritara, mærði Ragnhildur nýjasta fréttabréfið - mjög að makleikum- og vakti athygli á því að Inga Hersteinsdóttir er ný í ritstjórn og minntist Huldu Waddel sem lést nýlega eins og frá hefur verið sagt á síðunni.

Einnig benti Ragnheiður Gyða fundarmönnum á að fylgjast vel með síðunni því ég mun segja frá persnesku teppasýningunni jafnskjótt og það er komið á hreint hvenær hún verður opnuð. Þó nokkrir hafa gefið sig fram og vilja bjóða þeim Íranpiltum upp á ýmsa afþreyingu og skoðunarferðir meðan þeir eru er í febrúar.

Að svo búnu var ræðumanni dagsins, Þorbirni Broddasyni prófessor, gefið orðið. Hann talaði um Al Jazeera, fréttastöðina sem var sett á laggirnar í Qatar fyrir allnokkrum árum og hefur haft ákaflega mikil áhrif á fjölmiðlun í heimshlutanum og raunar um allan heim.
Þorbjörn sýndi einnig glærur og myndir og flutti mál sitt af þeim skilmerkilega og skemmtilega skýrleika sem hann er alþekktur fyrir. Hann talaði vel og lengi og menn gáfu máli hans bæði gott hljóð og klöppuðu honum duglega lof í lófa. Held það sé óhætt að segja að allir hafi farið langtum fróðari af fundi en þeir komu enda efnistök Þorbjörns afar skemmtileg.

Menn gæddu sér á tertum og kaffi/te og áttu virkilega góða stund saman í dag.

Nýja Íranáætlunin
Þá var látinn ganga listi um nýju Íransáætlunina og ef örfá spurningarmerki hverfa af nokkrum nöfnum sýnist augljóst að þátttaka næst í þá ferð.
Láta mig vinsamlegast vita.

Lán yfir Jónu og Jóni Helga

Í kvöldfréttum sjónvarps var sagt frá bílslysi í eða við Kamba í mikilli hálku í gærkvöldi.Þar voru á ferð okkar góðu Hveragerðishjón, Jóna og Jón Helgi. Bíllinn fór veltur og var mikil mildi að þau hjón sluppu ómeidd og er það lán og gleðiefni.

Eþíópía

Var að fá tilkynningu um að nýjasti þátttakandi í fyrri Eþíópíuferðir fær áritun sína, mér senda á morgun. Einnig hafa nú allir í seinni ferð sent mér vegabréfsljósrit og áritun mun þá fást fljótlega.

Strax og Eþíópíufarar í seinni ferð hafa lokið greiðslu um mánaðamótin verður hægt að gefa út Íslandsmiða og væntanlega verður miðaafhending 12.febrúar. Læt ykkur vita nánar um það.
Minni enn á bólusetninfar en hygg að flestir séu með það allt í gangi.

Þakka svo aftur fyrir góðan fund í dag.

1 comment:

Unknown said...

Thanks for sharing excellent informations. Your site is so cool. I'm impressed by the details that you’ve on this web site. It reveals how nicely you understand this subject. patek philippe replica