Friday, July 20, 2012

Afhentar 3 millj. í næringarverkefni í Jemen og við þurfum að hjálpa í Sýrlandi


Í morgun afhentu fulltrúar Fatimusjóðs  UNICEF styrk að upphæð 3 milljónir króna. Styrknum verður varið í næringar og heilsuverkefni samtakanna í Jemen en þau hafa sett sér tvö megin markmið í þessu máli, þ.e. að draga stórlega úr hlutfalli barna sem þjást af vannæringu þessa mánuðina og að auka bólusetningar til muna.
Framlag sjóðsins verður notað ásamt öðrum framlögum til að ná fyrrgreindum markmiðum. UNICEF mun veita stjórn FATIMUsjóðs skýrslur um notkun fjármunanna og þann árangur sem næst.

Þá hefur stjórnin einnig ákveðið að hefja söfnun til að aðstoða sýrlensk börn en þar versnar ástandið með degi hverjum. Þegar hafa um fimmtíu manns lagt inn á Fatimusjóð smáupphæð í þessu skyni og ef þið viljið taka þátt í því er það ákaflega þakksamlega þegið. Númer sjóðsins er 342-13-551212 og kt 140240-3979. Ekki er verið að biðja um stórar upphæðir en eins og við vitum gerir margt smátt eitt stórt svo 1-3 þúsund krónur og nógu margir sameinast getum við örugglega veitt einhverja aðstoð og málið þolir ekki bið.

mynd: Stefan Stefánsson  form. UNICEF á Íslandi ásamt með Jóhönnu Kristjónsdóttur og Ragnýju Guðjohnsen.

Mér finnst rétt að segja frá því að vegabréfin okkar vegna Íranferðarinnar eru komin heilu og höldnu og ég þarf að halda fund með félögunum, vonandi seinni hluta næstu viku. Þá verða allir að mæta því miðar verða þá tilbúnir líka. Vera Illugadóttir er einnig að taka saman fróðleik til gagns og gamans sem allir fá.

Tjekka nú hvort og hvenær við getum fengið aðstoðu í Stýrimannaskólanum til að hittast og spjalla. Læt fólk vita þegar þetta er komið á hreint.

7 comments:

Anonymous said...

Sæl Jóhanna
Þið eruð ótrúlega duglegar og mikill kraftur í ykkur - þið eruð að gera frábæra hluti. Ég millifærði nokkrar krónur vegna Sýrlands - það er átakanlegt
að heyra fréttirnar sem berast þaðan -það er erfitt að átta sig á að þetta fallega land sem við heimsóttum skuli nú
vera undirlagt af stríði.
Guðrún Eggertsdóttir

Anonymous said...

Glæsilegt!
Þú ert hetja.

Kær kveðja,
Inga

Anonymous said...

Takk fyrir mörg falleg orð sem mér þykir vitaskuld vænt um. En ekki skal þó gleymt að enginn stússar einn í svona og hjálp VIMAfélaga og ótal margra annarra skiptir óskaplega miklu máli.
KvJóhanna K

Anonymous said...

Blessuð Jóhanna.
Ég vona að sem flestir styrki þetta góða framtak ykkar hjá VIMA.
Þið eruð frábærar.
Sigga Ásgeirs

Anonymous said...

Glæsilegt!
Yst

Anonymous said...

Það er ágætt að vekja athygli fólks á "ástandi" viðs vegar um heim, enn hvers vegna er ekki byrjað á að hjálpa börnum hérna heima á Íslandi?
Eru ekki fleiri hundruði barna eða jafnvel þusundir, undir fátækra mörkum, þá spyr ég einfaldlega, hvers vegna ekki hjálpa krökkum sem eru nær okkur?
Þau eru framtíð okkar, prufið bara að skoða hversu margir krakkar hafa ekki efni á menntun.
Kv.

Anonymous said...

Æ. fólk sem lætur ekki svo lítið að setja nafnið sitt undir svona ábendingu er náttúrlega ekki svaravert. Sýnir að auki átakanlega fávisi og vanþekkingu og ákaflega takmarkaðan skilning á hörmungur sem við þekkjum ekki til.
Jóhanna K