Tuesday, July 17, 2012

Fréttatilkynning



Reykjavík 17.07.2012.

1,7 milljón króna styrkur úr Fatimusjóðnum til
verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu
Fulltrúar Fatimusjóðsins, Jóhanna Kristjónsdóttir, Guðlaug Péturdóttir  og Ragný Guðjohnsen,  afhentu í dag Jónasi Þ. Þórissyni framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar 1.735.000 króna stuðning við verkefni í Jijiga-héraði í Austur-Eþíópíu. 1,5 milljónir fara í að reisa vatnsþró, 85.000 krónur til að að byggja 10 kamra og 150.000 krónur fara í smálánasjóð kvenna. 

Jijiga-hérað sem er í Sómalíufylki Eþíópíu er mjög harðbýlt og þurrt svæði þar sem vatn er af skornum skammti. Það er hlutverk kvenna að sækja vatn langar leiðir. Vatnsþró í næsta nágrenni sem safnar rigningarvatni breytir miklu og tryggir vatn marga mánuði inn í rigningartímann. Fræðsla um hreinlæti og smitleiðir sjúkdóma og notkun kamra er mikilvægur þáttur í verkefninu svo og smálán til kvenna.  Konur fá fræðslu um að setja á stofn atvinnustarfsemi, rekstur og endurgreiðslu lána. Lán er veitt eftir ákveðið sparnaðartímabil og ráðgjafi veitir stuðning við atvinnustarfsemi þeirra. Fyrir framlagið í sjóðinn munu 10 konur fá lán sem síðan verða endurgreidd og veitt aftur ennþá fleiri konum til framfara.

Fatimusjóðurinn sem var stofnaður 2005,  hefur það hlutverk að styðja börn, einkum stúlkur, í Jemen til mennta en þar sem þar ríkja nú óeirðir og skólahald að mestu lagt niður ákvað stjórn sjóðsins að styðja að þessu sinni við verkefni Hjálparstarfsins í Asutur-Eþíópíu á harðbýlu svæði þar sem konur og börn og samfélagið allt njóta góðs af. Auk þeirra Jóhönnu, Guðlaugar og Ragnýjar situr Rannveig Guðmundsdóttir í stjórn Fatimu. 

Texti með mynd 1:  Jóhanna Kristjónsdóttir og Jónas Þ. Þórisson skrifa undir  samkomulag um stuðning úr Fatimusjóðnum að viðstöddum Guðlaugu Pétursdóttur og Ragnýju Guðjohnsen úr stjórn Fatimu.
Texti með mynd 2:  Jóhanna Kristjónsdóttir og Jónas Þ. Þórisson handsala samkomulag um stuðning úr Fatimusjóðnum að viðstöddum Guðlaugu Pétursdóttur og Ragnýju Guðjohnsen úr stjórn Fatimu. 

Nánari upplýsingar:
Hjálparstarf kirkjunnar: Bjarni Gíslason upplýsingafulltrúi 896 3898 bjarni@help.is
Fatimusjóðurinn: Jóhanna Kristjónsdóttir 897 6117 jemen@simnet.is



4 comments:

Anonymous said...

Gleðilegt að lesa pistilinn og til hamingju með framtakið Jóhanna .

Kv. Jóna Einarsd.

Anonymous said...

Innilega til hamingju!
Frábær tilhugsun að vita að peningarnir munu koma að góðum notum.

Kær kveðja,
Inga

Anonymous said...

Þessi ráðstöfun gleður mig innilega. Þakka stjórninni fyrir frábært framtak.
Sigga Ásgeirs

Anonymous said...

Sæl Jóhanna,
Mikið finnst mér gott að heyra að peningarnir séu notaðir í eitthvað – og ekki bar eitthvað heldur til góðra verka.
Sumarkveðjur,
Elísabet Gunnarsd