Thursday, January 17, 2013

Vatnþró Fatimusjóðs í Eþíópíu á góðu róli

Sæl veriði
Fékk þær upplýsingar frá Hjálparstofnun kirkjunnar í gær að nú er langt komið að byggja vatnsþróna okkar í Eþíópíu en Fatimusjóður lét 1,8 millj. af hendi rakna til þessa verkefnis.
Einnig söfnuðu Eþiópíufarar í ferðunum okkar fyrir tíu smálánum að upphæð 10 þúsund kr. hvert sem úthlutað er til kvenna til að hjálpa þeim til að koma á fót atvinnustarfssemi, svo og  greiddum við fyrir nokkra kamra sem komið verður upp þar sem ástæða þykir til.

Við vatnsþróna verður komið upp skilti þar sem íbúum er óskað til hamingju með hana og sagt að hún sé gjöf Fatimusjóðs á Íslandi.

Hjálparstofnun kirkjunnar mun senda okkur myndir líklega í mars n.k. og verða þær þá birtar hér á síðunni.

Síðustu daga hef ég staðið fyrir fjársöfnun á Facebook síðu minni til hjálpar sýrlenskum flóttamönnum sem búa við ólýsanlega neyð, kulda og matarskort við landamæri Jórdaníu. Ég ákvað að safna hálfri milljón og það hefur nú tekist en ef lesendur og fyrv. félagar í VIMA vilja taka þátt í þessu er það vel þegið  Nr. er 342 13 551212 og kt 140240 3979.

Þá skal þess getið að ástandið fer nú batnandi í Jemen og sums staðar er skólahald að komast í horf á ný. Vonast til að komast þangað í lok febrúar eða byrjun mars og væri afar ánægjulegt ef við gætum tekið upp þráðinn á ný og styrkt börn í skóla.
Þið látið kannski frá ykkur heyra.

3 comments:

Brainstorm said...
This comment has been removed by the author.
Elísabet Ronalds. said...

Innilega til hamingju. Þetta eru góðar fréttir.

Anonymous said...

Þú ert heimsmöðir og allt gengur eftir sem þú gerir öðrum til góðs. Héðan ú bæ koma hamingjuóskir.JE. og JHH.